Engin venjuleg verslun - Annar hluti

áfengisástandi. Í fyrsta lagi virtist áfengisnotkun í sveitum „aðallega bundin við viss tækifæri, t.d. réttir og samkomur ýmsar“. 897 Í kauptúnum og þorpum var ástandið misjafnt, en sums staðar grunur um leyni- vínsölu eða brugg. Sérstaka athygli vakti þó drykkju- skapur í verstöðvum sem áfengismálanefnd taldi að taka þyrfti „til sérstakrar meðferðar framar flestu öðru, er snertir áfengismálin í landinu“. 898 Að mati Tómasar Helgasonar geðlæknis voru „hinir eiginlegu drykkjusjúklingar“ á Íslandi þá tæplega 1.600 talsins en þar af væru konur tæp 10%. Alls áætlaði Tómas að um 2.300 ofdrykkjumenn væru á Íslandi, en til samanburðar tók hann fjölda örorkulífeyrisþega á landinu sem væri um 3.500. 899 Meðal tillagna áfengismálanefndar til úrbóta voru að komið yrði á fót sérstakri rannsóknar- stofnun í áfengismálum, m.a. í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO), aukin almenn fræðsla um áfengismál, efling æskulýðsstarf- semi og lagði nefndin m.a. „eindregið til, að tekin verði upp danskennsla í skólum, framar því sem verið hefur“. Tillögur nefndarinnar snerust að óverulegu leyti um lagabreytingar. Árið 1965 var tekin saman greinargerð um vín- veitingahús í Reykjavík. 900 Alls voru þá ellefu almenn vínveitingahús í Reykjavík sem rúmuðu nærri 3.600 gesti. Þar af voru fjögur sem voru opin allan dag- inn: Hótel Saga, Hótel Borg, Naustið og Hábær við Skólavörðustíg. Ekki mátti þó veita vín allan daginn. Sá eini af þessum stöðum sem var mikið notaður af yngra fólki var Hótel Borg og á föstudags- og laug- ardagskvöldum var meirihluti gesta ungt fólk, m.a. skólafólk. Önnur samkomuhús sem voru mikið sótt af yngra fólki voru Glaumbær og Silfurtunglið. Aðsóknin að Glaumbæ var mest á laugardagskvöldum en Silfur- tunglið var vinsælast á sunnudagskvöldum. Aðrir staðir voru Klúbburinn, Sigtún (Sjálfstæðishúsið), Röðull, Leikhúskjallarinn og Tjarnarbúð (Oddfellow- húsið), sem átti að heita að væru einkum ætlaðir fyrir einkasamkvæmi. Ekki var boðið upp á vínveitingar alls staðar á landinu og sumum hópum var raunar gert sérlega erfitt fyrir að finna sér stað til að neyta áfengis, t.d. Starfsmaður Hótel Sögu við vínrekka, 1962. Frá árshátíð Vélskólans, Hótel Sögu 1965. 229

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==