Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Eftirlætisdrykkur meistarans Sigurður Þorsteinsson segir frá heimsóknum sínum til Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur að Hringbraut 45 í Reykjavík á síðari hluta sjöunda áratugsins, þar á meðal frá því áfengi sem boðið var upp á um jólin: „Það var hurð á milli þessara tveggja stofa, vængjahurð með gleri. Margrét bauð inní betri stofuna að fá sér sæti þar og setti fyrir okkur stórt glas alveg barmafullt af drykk sem þau köll- uðu Þorláksdropa og þetta drukkum við frænd- ur áður en byrjað var að borða, kannski svona tvo glös. … Síðan var boðið í jólamatinn, það var dekkað borð í umskiptingastofunni. Þetta voru tvær samliggjandi stofur eins og ég segi, álíka stórar og þar var hann með skrifborðið sitt inni í umskiptingastofunni og bókaskápinn, einn veggurinn var alveg þakinn í bókum. Þar var búið að dekka borð og oftast var steik, ann- aðhvort svínakjöt eða lambakjöt. Þórbergur var ekki ánægður með það en lét sig hafa það, hann sagðist helst ekki vilja annað en feitt hangikjöt, það væri sitt uppáhald. Það voru náttúrulega Þorláksdropar með matnum. Hvernig drykkur voru Þorláksdroparnir? Þorláksdroparnir voru heimatilbúnir úr rús- ínum, sykri og pressugeri. Fullstaðnir gátu þeir verið helvíti rammir. En hún bragðbætti þá með djús hún Margrét. Veistu af hverju þeir heita Þorláksdropar? Það hafði gerst einhvern tíman löngu áður eftir að Margrét var búin að brugga handa Þór- bergi að hann bauð nokkrum vinum sínum í þennan drykk á Þorláksmessu, þannig held ég að nafnið sé til komið. Margrét sá um að brugga en hún smakkaði aldrei á þeim eftir að ég kom þarna, ég hugsaði með mér að hún væri búin að fá nóg af þeim. Hún hafi bara verið orðin leið á Þorláksdropum. Hún vildi eitthvað annað frekar enda færði ég þeim alltaf vín í jólagjöf, manni datt ekki í hug að fara að gefa þeim bækur. En Þórbergur sjálfur, drakk hann Þorláks- dropana? Já, já það var uppáhaldsdrykkurinn hans, og stundum þegar ég kom þangað og inn í umskiptingastofu til hans, Margrét var einhvers- staðar, kannski hefur hún lagt sig, eða eitthvað svoleiðis. Þá var það fyrsta sem hann spurði „Ertu nokkuð á þrælahaldaranum núna?“ Ef svo var þá varð ekki meir úr neinu en ef ég var ekki á þrælahaldaranum þá fór hann út á altan og kom með fulla Sjéniver flösku af Þorláksdropum sem hann geymdi þar í kælingu og setti glös á borðið og skenkti mér og sér líka. Þá fór hann yfir það hvernig ætti að drekka þá. Maður ætti að setja svona í fullt glas og bara sölsa þessu í sig í einum teig, þetta voru svona eins og vatns- glös já og drekka í einum teyg og ganga svo um gólf, ganga svo um gólf. Og hann hellti í skyndi, snarlega á glösin aftur. Þegar búið væri að ganga svolitla stund um gólf þá ætti maður að drekka úr öðru glasi og þá niður í það hálft, sagði hann. Og ganga um gólf. Og klára það svo. Næst, þá búið var að drekka tvö, átti maður að fá þriðja glasið, það átti að drekka mjög hægt og síðan alls ekki að drekka meira. Þá væri maður farin að finna hreyfingu sagði hann. Það ætti ekki að vera meira. Þetta hefur þá ekki verið neitt mjög sterkur drykkur? Nei, nei en nóg til þess, svona eins og bjór líklega.… Margrét gat verið rausnarleg þegar hún tók það í sig. Hún vildi endilega fá að þvo af mér þvott á tímabili og ég þáði það um tíma, ekki reglulega, hún vildi gera þetta til þess að ég gæti sparað meira af peningum því hún tók ekkert fyrir það. En þegar ég fór að sækja þvott- 230
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==