Engin venjuleg verslun - Annar hluti

sjómönnum í landlegum, eins og rætt var á Alþingi í tengslum við endurskoðun áfengislaga 1966: Það eru vissir staðir hér í (Reykjavík) og í einstaka stærri bæjum, þar sem mönnum er leyfilegt að drekka vín með frjálsu móti, fá það blandað og með það farið eins og hjá siðuðum mönnum. Í minni kauptúnunum er þetta ekki leyfilegt. Þeir eru reknir út af hótelunum, ef þeir eru með vínflösku, eða a.m.k. á að gera það. Og þá drekka þeir af stút undir húsvegg eða úti á götu, verða ölóðir, slást og gera ýmiss konar skammir af sér. Væri ekki viturlegra að hafa bjórstofu handa þessum mönnum, þar sem þeir gætu hvílt sig, rabbað saman og drukkið hóflega? Ég held, að í menningarþjóðfélagi væri það mikill munur, og er í raun og veru stór hneisa að búa ekki betur á þennan hátt að sjómönnum en gert er. Það þýðir ekki annað en taka hlutina eins og þeir eru. Sjómennirnir eru heimilislausir. Í landlegum eru þeir að ráfa um göturnar og það er ekkert gert til að gera þeim lífið viðunanlegt. 901 Af þessu má ráða nokkuð um veikleika ríkjandi áfengisstefnu á þessum tíma. Að sumu leyti hamlaði hún drykkju en að öðru leyti gerði hún hana sýnilegri með því að beina henni út á göturnar. Ef marka má opinber gögn mun neysla á hreinum vínanda á hvern einstakling hafa aukist verulega á sjöunda áratugnum. Á móti kom að aðgerðir lög- reglu og tollvarða drógu verulega úr smygli á þessum tíma. 902 Frá og með 1964 jókst verulega það magn áfengis sem tollverðir gerðu upptækt, en athygli vekur að frá og með 1970 var meira gert upptækt af áfengum bjór en öðru áfengi samanlagt. 903 Árið 1971 var áfengisneyslan kominn upp í 2,70 lítra á mann og hafði aldrei verið meiri. Baráttan um bjórinn Á sjöunda áratugnum voru gerðar ítrekaðar til- raunir til að breyta þeim kafla áfengislaganna sem bannaði tilbúning og sölu á áfengu öli. Veturinn 1960–1961 lagði Pétur Sigurðsson (Sjálfstæðisflokki) fram frumvarp til laga um að sala á öli sem inni- héldi allt að 3,5% af vínanda að rúmmáli yrði leyfð, með þeim rökum „að í áfengislöggjöfinni verði að vera samræmi, eins og í öðrum lögum. … [Þ]að sé meira en lítið misræmi í því að leyfa sölu á eldsterku brennivíni, en banna sölu á veiku öli – á þeirri for- sendu, að verið sé að vinna gegn áfengisbölinu“. 904 Einnig kom fram að hvorki peningaleysi né hömlur virðast forða frá því, að unglingar komist yfir eldsterkt, hrátt og óhollt brennivín eða aðra slíka drykki allt að 60% sterka, sem þeir síðan blanda með sætum og kolsýrðum vökva, er felur áfengis- bragðið gersamlega, en flytur áfengisáhrifin svo til á svipstundu út um allan líkamann, enda liggur sú staðreynd fyrir, að á sama tíma og öl er forboðinn ávöxtur á Íslandi, þá eykst vínneyzla með hverju ári, bæði sú, sem sést í skýrslum, og einnig hin, sem aldrei sést öðru- vísi en í raun. 905 inn þá færði ég henni alltaf eitthvað í staðinn, stundum viskípela og það kom fallegt bros á Margréti þegar hún tók við viskípelanum. Þór- bergur drakk helst ekkert nema Þorláksdropa og hafði þetta eins og ég var búin að segja með fyrirkomulagið.“ Viðtal Maríu Gísladóttur við Sigurð Þorsteinsson frá Reynivöllum í Suðursveit. Birtist á vefsíðunni thorbergur.is, 22. desember 2004 Pétur Sigurðsson alþingis- maður barðist fyrir lögleið- ingu bjórsins. 231

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==