Engin venjuleg verslun - Annar hluti
Önnur rök Péturs voru þau að enginn vafi væri á því „að á næstu árummuni heimsóknir erlendra ferða- manna stóraukast, og það munu fáir efa, að það sé nauðsyn fyrir okkur að hafa á boðstólum þjóðlegan og frambærilegan drykk annan en „svartadauða“, og það er enginn vafi á því, að slíkur drykkur getur orðið stór tekjulind af innanlandssölu einni saman. Auglýsinga- gildi fyrir væntanlegan útflutning á erlenda markaði gæti orðiðmjögmikið“. 906 Andstaðan á þingi var þó enn mikil og m.a. var bent á að „[þ]rátt fyrir það, að Íslend- ingar drekka mikið áfengi, eru þeir þó enn þá lægstir með prósenttölu á mann í neyzlu áfengra drykkja, miðað við aðrar þjóðir, eftir því sem skýrzlur liggja fyrir um“. 907 Rökin um að afnám bjórbanns myndi laða að ferðamenn fengu heldur ekki hljómgrunn, en þess í stað var því haldið fram „að við [Íslendingar] töpum milljónum á því að koma ekki betra skipulagi á hótel- menninguna í Keflavík, því að þúsundir manna fara þar um og geta ekki einu sinni fengið öl eða kaffibolla eða neitt til að hressa sig á frá því snemma á kvöldin þangað til snemma næsta morguns“. 908 Málið var aftur vakið upp á Alþingi 1965–1966 og var flutt af Pétri Sigurðssyni, Birni Pálssyni (Fram- sóknarflokki) og Matthíasi Bjarnasyni (Sjálfstæðis- flokki). Bentu flutningsmenn á ýmiss konar ósam- ræmi í löggjöfinni varðandi sölu áfengs öls. Við fáum ekki að kaupa Egil sterka, meðan við erum innan landhelginnar, en þegar við erum komnir í flugvél út fyrir landhelgina, þá fær maður Egil sterka. Útlendingum finnst þetta skoplegt, og það er það vitanlega. Í Guðsgjafaþulu segir Halldór Laxness frá smygl- skipi í Djúpvík „sem hafði átt að koma hér að landi fyrir hálfum mánuði eina nótt og leggja upp ókynstrum af bjór, og mundi þessi metall hafa lent í prentsmiðju Norðurhjarans“ Tveir menn neyttu efnis úr tunnu nokkurri sem þeir álitu að hefði að geyma bjór í föstu formi, en létust skömmu síðar því að efnið reyndist vera arsenik. Síðan segir í bókinni: „(Eftirmáli) Ég get ekki stilt mig um að prenta hér að lokum skeytaskifti milli Lands- sambands Kvenfélaga Í Sveitum Gegn Bjór- flutningi Til Íslands og ritstjóra Norðurhjarans á Djúpvík. Skeytið er sent áðuren leiðréttíng mín til Ríkisútvarpsins kom fram: Guðrúnarstöðum vestan Helkunduheiðar osfrv. Herra ritstjóri, sakir voveiflegrar morgun- fréttar í útvarpinu í dag, þess efnis að tveir verka- menn hafi orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórn- arskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpvík í morgun, leyfum vér oss að láta í ljós skelfíngu vora útaf lífshættulegum drukk sem ógnar eiginmönnum vorum og sonum. Vér treystum yður að gefa í blaði yðar fullnægjandi skýríngar á þessu voðalega atviki. Vér krefjumst þess í nafni heilsu og velferðar íslensku þjóðar- innar að þessum óttalega vökva verði helt niður í niðurhellíngarstöðinni á Akureyri. Undirskrift 25 kvenmannsnöfn. Skeyti frá blaðinu Norðurhjara, Djúpvík, til formanns kvenfélagasambands bjórbindindis- kvenna að Guðrúnarstöðum vestan Helkundu- heiðar, pr Akureyri. Háttvirtu frúr: Það var ekki bjór, heldur ars- enik. Virðíngarfylst, ritstjóri Norðurhjarans, Djúpvík. Svar frá Kvenfélagasambandinu, Guðrúnar- stöðum, osfrv. Til herra ritstjóra blaðsins Norðurhjara, Djúp- vík. Guði sé lof það var bara arsenik. Stjórnin.“ Halldór Laxness, Guðsgjafaþula, bls. 255, 259-60. 232
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==