Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Einnig var bent á að sjómönnum væri leyft að flytja inn 1–2 kassa þannig að „það geta allir fengið bjór, ef þeir nenna bara að eltast við það“. 909 Á móti kom að töluverð andstaða var við frumvarpið á meðal grasrótarsamtaka og bárust 32 bréf þar sem skorað var á þingið að fella það, en einungis tvö sem voru meðmælt frumvarpinu, Ferðamálaráði og Sam- bandi veitinga- og gistihúsaeigenda. Má nefna að um 10 kvenfélög og kvenfélagasambönd lögðust gegn málinu. 910 Meðal þingmanna sem lögðust gegn frumvarpinu var Ragnar Jónsson, sem þá átti sæti á þingi sem vara- maður, en hann var skrifstofustjóri Áfengis- og tób- aksverzlunar ríkisins. Í máli hans kom m.a. fram að áfengisvandamálið væri „eitt af helstu vandamálum þjóðarinnar. Og það vandamál verður ekki leyst með því að veita áfengum bjór yfir þjóðina“. Hann taldi „að verði bruggun og sala áfengs öls leyfð hér á landi, Áfengisleit á útiskemmtun á hvítasunnu 1967. 24/8 1976 Herra forstjóri Vegna fjölda beiðna frá fólki legg ég til, því engin þjónusta er á sviði vínmála hér á landi að útsala komi hér í vesturbæjinn. 2 útsölur eru í austurbænum enginn í vesturbænum eða Breiðholti tel ég þetta þjónustuleisi við borgar- búa alment ásamt því að alvörubjór ætti að fást í hverri verslun, tildæmis eru haldnar útsölur á víni í Danmörku þar er einkaframtak með þessi mál. Við teljum að opið ætti að vera allan sólarhringinn hjá Á.T.V.R. ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/5 nr. 2. [ Erindi frá viðskiptavini ÁTVR úr Vesturbæ Reykjavíkur. Nafni bréfritara er sleppt hér. ] 234

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==