Engin venjuleg verslun - Annar hluti
komi það fram sem viðbótaráfengisneyzla hjá mörg- um, en verði ekki til þess að draga úr neyzlu sterkra drykkja“. 911 Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis mælti með því að frumvarpið næði fram að ganga, en þegar kom til atkvæðagreiðslu í neðri deild var bjór- frumvarpið fellt með 23 atkvæðum gegn 16 og gengu atkvæði þvert á flokkslínur. 912 Þegar breytingar á áfengislögum voru til afgreiðslu veturinn 1968–1969 lögðu fimm þing- menn fram breytingartillögu við lögin, um að sala áfengs öls yrði lögleidd að undangenginni þjóðarat- kvæðagreiðslu sem færi fram árið 1970. Þessi breyt- ingartillaga var felld í neðri deild með 18 atkvæðum gegn 17. 913 Ný áfengislög Tvenn lög sem vörðuðu ÁTVR voru sett árið 1969. Annars vegar lög um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf (nr. 63 frá 28. maí 1969). Veigamestu breytingarnar sem þar voru gerðar á starfsemi fyrir- tækisins voru þær að einkasöluréttur þess á ilmvötn- um, hárvötnum, andlitsvötnum, bökunardropum og kjarna til iðnaðar var afnuminn. Einnig voru í fyrsta sinn sett lög um viðvaranir á sígarettupökkum (sjá 15. kafla). Í kjölfar vinnu áfengislaganefndar voru ný áfengis lög (nr. 82 frá 2. júlí 1969) að lokum samþykkt á Alþingi. Lágmarksaldur til áfengiskaupa skyldi vera 20 ár, áfengisauglýsingar voru bannaðar og rýmkaðar Borgarstjórn Reykjavíkur 2. desember 1971 Tillaga frá Sigurlaugu Bjarnadóttur: Í miklum umræðum, sem orðið hafa að undanförnu um áfengismál, hefir athyglin aðal- lega beinzt að vandamálum drykkjusjúkra og nauðsynlegum aðgerðum í því efni. Minna hefir heyrzt um það á opinberum vettvangi, hvað taka skuli til bragðs gegn hinni sívaxandi áfengis- neyzlu barna og unglinga. – Borgarstjórn telur að hér sé einnig áhyggjuefni, sem krefjist þegar í stað ákveðinna aðgerða. Borgarstjórn leggur til: 1. Að stórlega verði hert á eftirliti og lög- gæzlu í borginni í sambandi við sölu og með- ferð áfengis. M.a. verði framkvæmd ákvæðis um framvísun nafnskírteina við sölu og veitingar áfengis tekin fastari tökum. Sérstök áherzla verði lögð á að koma lögum yfir þá menn, sem selja eða útvega börnum og unglingum áfengi, og þeir látnir sæta þyngstu viðurlögum. 2. Að leiðrétt verði augljóst misræmi í núgild- andi áfengislögum og reglugerð varðandi aldurs- takmark áfengisneyzlu – við 20 ára aldur og aðgang að vínveitingastöðum – við 18 ára aldur. Þessi ákvæði hafa reynzt óframkvæmanleg og óraunhæf. 3. Að hafin verði sem fyrst, í tengslum við Félagsmálastofnun borgarinnar, sérfræðileg könnun á áfengisneyzlu unglinga í Reykjavík og leiðum til úrbóta. Borgarstjórn væntir góðs af yfirstandandi athugun Skólarannsókna ríkisins á því, hvernig lögboðinni áfengisfræðslu í skyldunámsskólum skuli fyrir komið. Þá vill borgarstjórn benda á hlut almennings og fordæmi í þessum málum og telur varða öllu, að viðhorf hans til þessa þjóðfélagsvandamáls mótist af árvekni og ábyrgð. ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/4 nr. 1. 235
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==