Engin venjuleg verslun - Annar hluti

voru að nokkru heimildir til að fá veitingamönnum leyfi til áfengisveitinga í hendur, m.a. á þann veg að í kaupstöðum þar sem ekki var áfengisútsala mátti nú reka áfengisveitingahús ef bæjarstjórn var samþykk rekstrinum. Hins vegar var ráðherra óheimilt að veita slíkt leyfi ef hlutaðeigandi bæjarstjórn eða sveitar- stjórn væri andvíg því. Þá var einungis heimilt að veita leyfi til áfengisveitinga utan kaupstaða á tíma- bilinu 1. júní til 30. september. Í lögunum voru einnig nokkru skýrari ákvæði um aðgengi ungmenna yngri en 20 ára að áfengisveitingastöðum en höfðu verið í lögunum frá 1954. Smávægilegar breytingar voru gerðar á áfengislög- unum 1971 og 1978, einkum hvað varðaði refsingar fyrir áfengislagabrot. 914 Breytt neyslumynstur Árið 1971 var neysla á hreinum vínanda á Íslandi komin í 2,70 lítra á mann og var þá í hámarki miðað við fyrri ár. Hún fór þó enn vaxandi næstu árin. Árið 1977 fór hún upp í 3,08 lítra og árið 1984 í 3,30 lítra. 915 Í heild var þróunin því sú að áfengisneysla fór stöðugt vaxandi. Árið 1970 voru vínveitinga- Viðureignin við áfengið reyndist mörgum erfið eins og myndinni er ætlað að sýna. Úr Morgunblaðinu 5. október 1969. 236

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==