Engin venjuleg verslun - Annar hluti
staðir á Íslandi 21, en árið 1979 voru þeir orðnir 34, en þar af 14 í Reykjavík. Áfengisútsölur voru hins vegar níu. 916 Sala áfengis til veitingahúsa sem hlutfall af heild- arsölu hélst svipuð allan 8. áratuginn, milli 10,56 og 12,17%. 917 Fram til um 1970 var hlutur sterks áfengis um 90% af neyslu Íslendinga. Eftir 1970 fór þetta hlut- fall hægt minnkandi, en léttvínssala jókst. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær skýringar: „Bæði var að utanferðir Íslendinga fóru þá vaxandi og urðu almennari, þannig að Íslendingar kynntust neyslu- venjum annarra þjóða, en einnig og ekki síður vegna þess að verð á léttum vínum varð á þessum árum hag- stæðara en áður var.“ 918 Meðal nýrra léttari drykkja sem komu fram á þessu méli voru Campari (sem þá var 26%) og áfengisblanda er nefndist Twenty One en í henni var vodki sem hafði verið þynntur niður í 21% og ávaxtabragði bætt við. 919 Á þessum árum fór hlutfall sterks áfengis niður í tæp 65%. Verðstefnunni á áfengi var aftur breytt 1983 og miðað við alkóhólmagn. Áfengisgjald var nú tekið af hverri prósentu hreins áfengis í lítra drykkjar. Reyndust þá sumar víntegundir, einkum heitu vínin svokölluðu, of lágt verðlagðar, svo og tegundir eins og Campari og Twenty One. Léttustu vínin, t.d. þýsk hvítvín, lækkuðu hinsvegar í verði og brennivínið reyndist hafa sérstöðu. Sala á sterku áfengi jókst þá aftur og var hlutur þess kominn í 77% árið 1988. 920 Breytt neyslumynstur hafði í för með sér aukna eftirspurn eftir léttari áfengistegundum. Má þar sér- staklega nefna bjór, en gagnrýni á bannið við sölu áfengs öls á Íslandi varð æ háværari í lok 8. áratug- arins. Meðal þeirra sem gagnrýndu bjórbannið var Halldór Laxness. Hann þýddi grein um áfengt öl sem birtist í heilbrigðisdálki Süddeutsche Zeitung í Mün- chen 26. apríl 1977, en í inngangi þýðingar sinnar sagði Halldór: „Hér veit almenningur ekki gjörla um hvað verið er að tala þegar bjór er á dagskrá, þar sem drykkurinn hefur verið krímínaliséraður hjá okkur í tvær kynslóðir, það er að segja látinn jafnbrýna glæp allar götur síðan árið 1915.“ 921 Á þessum árum voru nokkrum sinnum gerðar skoðanakannanir um viðhorf almennings til bjór- Vilhjálmur Hjálmarsson var ráðherra mennta- mála á árunum 1974–1978. Hann tók upp á þeirri nýbreytni að veita ekki vín í veislum á vegum ráðuneytisins og var það fyrsta ákvörð- un hans sem ráðherra: „Ég er alinn upp á vínlausu heimili og hef andúð á áfengisneyslu. Hef ég hvorki neytt áfengis, veitt það né haft um hönd á nokkurn hátt. Í annan stað hafði ég beitt mér eindregið gegn vínveitingum á vegum ráðuneytisins, m.a. með tillögugerð á alþingi. Ekkert val kom til greina. Ég fullvissaði mig um að það væri á valdi ráðherra að velja mat og drykk handa gestum sínum. Var það talið pottþétt! Þá ákvað ég í eitt skipti fyrir öll að vín skyldi ekki veitt á vegum menntamálaráðu- neytisins á meðan ég væri menntamálaráð- herra.“ Vilhjálmur Hjálmarsson, Raupað úr ráðuneyti. Innan dyra á Hverfisgötu 6 í fjögur ár og fjóra daga, Reykjavík, 1981, bls. 17. Áfengisneysla á mann á Norður- löndum í lítrum af hreinum vínanda, 1984 Danmörk ������������������������������������������ 10,16 Finnland�����������������������������������������������6,49 Færeyjar �����������������������������������������������4,07 Grænland ������������������������������������������ 15,03 Ísland ���������������������������������������������������3,28 Noregur �����������������������������������������������3,90 Svíþjóð �������������������������������������������������4,90 ÞÍ. ÁTVR 2001 BA/76 nr. 2. 237
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==