Engin venjuleg verslun - Annar hluti

bannsins. Árið 1977 var niðurstaða slíkrar könnunar að meirihluti þeirra sem tóku afstöðu, 64%, var and- vígur sölu á áfengum bjór en 36% fylgjandi. Árið 1983 höfðu hlutföllin snúist við; þá vildu 64% aðspurðra leyfa sölu áfengs öls í verslunum ÁTVR en 34% voru mótfallnir. 922 Mikil viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað meðal landsmanna á tiltölulega skömmum tíma. Í greinargerðmeð frumvarpi um lögleiðingu áfengs öls, sem lagt var fyrir Alþingi 1983–1984 en kom ekki til afgreiðslu, er því haldið fram að með auknum ferðalögum til útlanda hafi Íslendingar „í síauknum mæli komist í kynni við neyslu áfengs öls og sama gildir um þá námsmenn sem stunda nám erlendis“. 923 Ljóst er að talið var samhengi á milli tíðari utanlands- ferða og aukins áhuga á léttari tegundum áfengis. Árið 1983 opnaði veitingastaðurinn Gaukur á Stöng og kallaðist ölstofa. Þar sem ekki var leyft að selja áfengt öl á þessum tíma þá var í staðinn boðið upp á drykk sem nefndist „bjórlíki“ og var blanda af óáfengum pilsner og sterkara áfengi. Blandan þótti minna á bjór og naut nokkurra vinsælda á níunda áratugnum. Tilvist bjórlíksins lagði vopn í hendurnar á þeim sem vildu lögleiða áfengt öl í landinu og var notuð sem rök í því skyni. Í þingræðu 1984 segir Jón Magnússon t.d.: Fjöldi veitingastaða selur bjórlíki sem er um 5% að styrkleika. Fjöldi umsókna liggur fyrir um leyfi til að setja upp veitingastaði og/eða selja slíkt bjórlíki í veitingahúsum, þannig að áður en þessi mánuður er á enda getur fjöldi þessara ölstofa sem selja bjórlíki verið orð- inn hátt á þriðja tuginn ef hann er hreinlega ekki orðinn það nú þegar. Þessir staðir njóta Á Fógetanum við Aðalstræti 10, 1984. Þar mátti kaupa bjórlíki úr dælu. Bjórvinafélagið var stofnað 17. júní 1983. Myndin er tekin á félagsfundi sama ár. 238

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==