Engin venjuleg verslun - Annar hluti

mikilla vinsælda og það með öðru sýnir að stór hópur fólks kýs að hafa hér bjór. Væri nú ekki skynsamlegra, betra og heppilegra að hafa hér alvörubjór heldur en öl styrkt með sterku áfengi? Og mér er spurn: Að hvaða leyti getur falist í því meiri skaði að hafa bjór að styrkleika 5% en bjórlíki að sama styrkleika?  924 Tilvist bjórlíkisins gróf þannig undan rökunum fyrir bjórbanni, enda kannski leikurinn til þess gerður. Óneitanlega fólst nokkur þversögn í því að reka ölstofur í landi þar sem öl var almennt ekki á boðstólum. Fríhafnarverslunin Samband neyslumynsturs á áfengi og utanlandsferða er flókið, en þó má fullyrða að auknar utanlandsferðir hafi vakið áhuga á ýmsum tegundum sem ekki höfðu verið vinsælar á Íslandi. Sólarlandaferðir Íslendinga Í lok 8. áratugarins var andófsmenning ungs fólks að breyta um svip. „Meðal ungs fólks var róttæknibylgjan þegar tekin að hníga. Nýfrjáls- hyggjan átti næsta leik“, segir Gestur Guð- mundsson í umfjöllun sinni um pönkkynslóðina í Rokksögu Íslands . Árið 1981 gáfu frumkvöðlar pönksins á Íslandi, Fræbbblarnir, út fjögurra laga plötu „með áróðursbrag fyrir áfengu öli“. Boð- skapur Fræbbblana var einfaldur, en til marks um viðhorf til bjórbannsins sem voru líklega í sókn meðal fólks af þessari kynslóð: Bjór Það stendur í lögum. Það stendur hér. Þeir eigi að hafa vit fyrir mér. Þeir slefa út ræðum. Þeir jarma í kór. Þeir segja að ég verði slæmur af bjór. Finnst þeim pillur betri en bjór? Mér finnst komið nóg… Næst klippa þeir glösin mín svo ég geti ekki drukkið eins stíft. Finnst þeim spíri betri en bjór? Mér finnst komið nóg… Næst mæla þeir magnið á mann svo þeir finni strax stimpil á hann. Finnst þeim límið betra en bjór? Mér finnst meira en nóg… Næst mæla þeir magnið á mann svo þeir finni strax stimpil á hann. Finnst þeim þynnir betri en bjór? Mér finnst komið nóg… Þeir segja að ég hafi vit til að velja þá en ég hafi ekki vit til þess að hafa vit fyrir mér. Höfundur texta: Valgarður Guðjónsson Gestur Guðmundsson, Rokksaga Íslands. Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna , Reykjavík, 1990, bls. 180, 193. Fræbbblarnir á tónleikum um 1980. 239

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==