Engin venjuleg verslun - Annar hluti

höfðu hafist 1958 og var einkum farið til Spánar og Ítalíu í samstarfi við danskar og breskar ferðaskrif- stofur. 925 Rétt er að minnast þess að sérstakar reglur giltu um áfengisinnflutning ferðamanna í ýmsum tilvikum. T.d. hafði sjómönnum í millilandasigling- um um árabil verið heimilað að kaupa sterkan bjór erlendis og flytja heim (hluti tolls) og sama átti við um áhafnir flugvéla frá 1965. Á árunum 1951–1957 var mikil aukning á flugi um Keflavíkurflugvöll, einkum þó árið 1956. Þann 23. maí 1958 voru samþykkt á Alþingi lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja áfengi, tóbak og fleira á Keflavíkurflugvelli til farþega í framhaldsflugi. Var fríhafnarverslunin opnuð í lítilli flugstöðvarbygg- ingu 15. október sama ár með það fyrir augum að afla gjaldeyristekna af millilandafarþegum sem ekki höfðu frekari viðdvöl hér á landi. Í ársbyrjun 1970 var svo samþykkt á Alþingi breyting á lögum um tollvörugeymslur er heimilaði uppsetningu komuverslunar við fríhöfnina og tók sú verslun til starfa í maí sama ár. Í fyrstu var um að ræða mjög lítið fyrirtæki en fór vaxandi allt frá stofnun og hélst vöxturinn í hendur við aukningu utanlandsferða Íslendinga. 926 Í fríhöfninni mátti kaupa áfengistegundir sem ekki voru seldar á Íslandi, t.d. bjór. Eftir sem áður höfðu einungis áhafnir flugvéla rétt á að flytja hann inn í landið til eigin neyslu. Þetta fannst sumum vera Auglýsing í Morgunblaðinu , 22.8.1965. Sérstakar reglur giltu um áfengisinnflutning ferðamanna. 240

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==