Engin venjuleg verslun - Annar hluti

mismunun. Í desember 1979 reyndi Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekandi að flytja til Íslands sex flöskur af bjór sem hann hafði keypt í fríhöfninni í Lúxemborg. Rökin voru þau að flugáhafnir mættu þetta. „Dóttir mín vann sem flugfreyja á sumrin og hún mátti koma með bjór til landsins af því að hún vann hjá öðru fyrirtæki en ég.“ 927 Flöskur Davíðs voru gerðar upptækar, en málið fór þó aldrei fyrir dóm- stóla. Þess í stað var ákveðið að breyta reglugerð um fríhafnarverslunina. 30. janúar 1980 gaf Sighvatur Björgvinsson, þáverandi fjármálaráðherra, út reglugerð „um toll- frjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum“. Þar var öllum sem komu í gegnum fríhöfnina leyft að flytja tiltekið magn af áfengi inn í landið. Annað hvort mátti flytja 1 lítra af sterku áfengi og 1 lítra af víni undir 21%, eða 12 flöskur af bjór og 1 lítra af öðru hvoru, sterku áfengi eða víni. 928 Við þetta jókst áfengisverslun í fríhöfninni til muna. Skv. upplýsingum tollgæslunnar voru árið 1979 fluttar inn til landsins löglega 413.400 flöskur af bjór, ýmist 0,33 eða 0,5 lítra, og var þá innflutningur í gegnum Keflavíkurflugvöll ótalinn en talan hefði líklega verið 5–6 þús. flöskum hærri ef hann bætt- ist við. Árið 1983 voru hins vegar fluttar inn löglega 1.354.500 flöskur, eða um eða yfir 500 þús. lítrar af bjór. Það jafngilti 5,6 flöskum á hvert mannsbarn í landinu og neyslan því rúmlega tveir lítrar af bjór á mann. 929 Árið 1984 munu um 10% áfengis á Íslandi hafa verið seld í fríhöfninni. 930 Á árum „bjórbannsins“ var því talsvert drukkið af áfengu öli á Íslandi. Árið 1979 var Ísland þátttakandi í norrænni áfengiskönnun sem sýndi að 12,1% af heildarneyslu íslenskra svarenda (á aldrinum 20–69 ára) var í formi bjórs, 21,7% voru léttvín og 66,2% sterkt áfengi. 931 Yfirlit Á 7. og 8. áratugnum fór áfengisneysla Íslendinga ört vaxandi þrátt fyrir að aðgengi að áfengi ykist ekki að sama skapi. Áfengisneysla á mann jókst um 67% milli 1964 og 1984, en útsölustöðum og stöðum með vín- veitingaleyfi fjölgaði hægt og sígandi. Sala á áfengu öli var ekki lögleidd á þessum tíma þrátt fyrir að tæpur helmingur alþingismanna væri orðinn því fylgjandi um 1970. Neyslumynstur breyttist eilítið og má tengja það við verðstefnu ÁTVR. Neysla á sterku áfengi fór hlut- fallslega minnkandi en jókst að sama skapi á létt- vínum. Þegar verðstefnunni var breytt sótti fljótlega í sama far og áður. Áfengiskaup í fríhöfninni voru sér- stakur kapítuli en segja má að fríhafnarverslunin hafi aukið aðgengi að áfengi og þó einkum að áfengu öli. Þar markaði nokkur tímamót þegar almennt leyfi var veitt fyrir innflutningi á vissu magni af bjór í gegnum fríhöfnina árið 1980. Jókst bjórneysla á Íslandi veru- lega í framhaldinu. Á níunda áratugnum voru í fyrsta sinn opnaðar ölstofur á Íslandi, en fyrst í stað seldu þær ekki bjór heldur bjórlíki. Naut sá drykkur nokkurra vinsælda meðal landsmanna um skamma hríð. Árið 1958 voru samþykkt lög sem opnuðu fyrir sölu á áfengi og tóbaki til farþega í framhaldsflugi. Úr Alþýðu- blaðinu , 18.11.1959. 241

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==