Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Í stað vörugjalds var tekið upp áfengisgjald árið 1995, en aðrar Norðurlandaþjóðir notuðu slíkt gjald til að stýra áfengisneyslu. Raunverð áfengis fór lækkandi og hlutdeild hagnaðar af áfengissölu í heildartekjum ríkisins minnkaði til 2008 en hefur hækkað lítillega eftir það. Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu varð til þess að grundvallarbreytingar varð að gera á fyrirkomulagi ríkisrekinnar áfengiseinkasölu. Íslensk yfirvöld virtust ekki gera sér grein fyrir þessu í fyrstu og tóku lítinn þátt í tilraunum Finnlands, Noregs og Svíþjóðar til að halda áfengiseinkasölum sínum óbreyttum. Samkvæmt EES-samningnum varð að leggja af alla starfsemi áfengiseinkasalanna aðra en smásölu áfengis. Í kjölfarið lagði ÁTVR meiri áherslu á fjölbreytni í vöruvali og meiri þjónustu við við- skiptavinina. 346
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==