Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Fjögur vörumerki ÁTVR. Með nýju vörumerki var markmiðið að skapa breytta ímynd ÁTVR. hefur komið út nokkrum sinnum á ári og liggur frammi í vínbúðunum. Vínblaðið tók við af einföld- um bæklingum sem ÁTVR hafði gefið út öðru hvoru, og markmiðið var að veita ítarlegar upplýsingar um vörurnar sem vínbúðirnar bjóða. Efni blaðsins hefur orðið fjölbreytt, því að auk vöru- og verðskrár er þar að finna yfirlit yfir allar vínbúðirnar, heimilisföng þeirra og afgreiðslutíma, svo og árgangatöflu vínteg- unda. Vínblaðið hóf líka að birta mataruppskriftir og umfjöllun um vínþrúgur, auk annars efnis. Í ágúst- blaðinu 2006 var t.d. grein um áfengisneyslu á með- göngu, í febrúarhefti 2008 var fjallað um jafn hag- nýtan hlut og upptakara og í desemberblaðinu 2009 var pistillinn „Fréttir úr vínheiminum“. Þar var sagt frá því að Rússar íhugi ríkiseinkasölu á áfengi, Ástr- alir glími við vandamál í víngerð vegna offramleiðslu og að vatnsskortur væri plága ástralskra vínræktenda. Í sömu grein var fjallað um toppuppskeru í Bordeaux. Í kjölfar þess að netverslun var hafin var farið að setja meiri upplýsingar inn á heimasíðuna www. vinbudin.is . Á henni er að mestu að finna sömu hag- nýtu upplýsingarnar og í Vínblaðinu , auk annars efnis undir liðunum vínbúðir, vörur, matur og vín, samfélagsleg ábyrgð, um ÁTVR. Þar er líka að finna upplýsingar um ÁTVR á ensku. Á heimasíðuna geta viðskiptavinir vínbúðanna sótt ýmsar upplýsingar, en henni er líka ætlað að þjóna birgjum sem vilja koma vörum sínum á framfæri við ÁTVR. Sú nýjung var tekin upp að halda þemadaga í vínbúðunum og voru þeir fyrstu haldnir í nóvember 2003 „Vín með jólamatnum“. Árið 2005 voru spænsk- ir dagar haldnir undir yfirskriftinni „Olé!“, ástralskir dagar fengu heitið „Cheers mate!“, sumarvínin voru síðan kynnt í júlí og ágúst, bjórdagar voru í október og árið endaði með þemanu „Hátíðarvín“. Þemadagar virtust auka sölu á þeim tegundum sem kynntar voru á meðan á kynningunni stóð en ekki hafa áhrif á sölu tegunda þegar til lengri tíma er litið. 1173 Nokkur hluti starfsmanna ÁTVR vinnur í vín- búðum dreifðum um allt land og hefur því ef til vill ekki sama aðgang að upplýsingum og þeir starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvunum eða í stærri vínbúð- unum í Reykjavík. Upplýsingastreymi er því vissum vandkvæðum bundið og starfsfólk hefur kvartað yfir Vínbúðin í Borgartúni var opnuð árið 2008. Einfalt og stílhreint yfirbragð einkennir hönnun hennar jafnt að utan sem innan. 349

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==