Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

líkansins. 1175 Um sjálfsmatslíkan var að ræða þar sem metnir voru styrkleikar og atriði sem betur mega fara eins og framkvæmdaþættir og árangur af starfsemi fyrirtækisins. Með þessu voru starfsemi og árangur metin skipulega með stöðluðum mælikvörðum. Árangursstjórnun var tekin upp í öllum vínbúð- unum og þeim voru sett mælanleg markmið. Með þessu móti var starfsfólk hvatt til að leggja sig fram í starfi og farið var að velja vínbúð ársins. Búðunum var skipt í tvo flokka, stórar vínbúðir, þ.e. með 500 tegundir eða fleiri, og minni vínbúðir, með 300 teg- undir eða færri. Mældir voru níu þættir sem hafa mismunandi vægi og sú vínbúð sem náði flestum stigum fékk heitið vínbúð ársins. Þættirnir eru veltu- hraði, óútskýrð rýrnun, laun sem hlutfall af vörusölu, skilríkjaathuganir, talningareinkunn, gæðaeinkunn, ánægja viðskiptavina og viðmót starfsfólks. Í sam- ræmi við aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð var svo farið að gefa einkunnir fyrir skilríkjaathuganir. Mælt var hversu oft starfsfólk vínbúðanna spurði um persónuskilríki sem hlutfall af heildarafgreiðslufjölda. Markmiðið var 2% hjá stóru vínbúðunum en 1% hjá þeim minni og meirihluti vínbúða náði þessu mark- miði. Annar skilríkjamælikvarði sem tekinn var upp voru hulduheimsóknir. Ungt fólk á aldrinum 20-23 ára var sent í vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, greiddi með peningum og skráði hjá sér hvort spurt væri um persónuskilríki. Markmiðið var að spurt væri um skilríki í 90% tilfella. Þótt fáar vínbúðir hafi náð þessu markmiði virðist samt sem eftirliti með áfengiskaupum sé betur komið hjá ríkis- reknum vínbúðum en í almennum verslunum. Norsk rannsókn, gerð meðal 9.309 ungmenna, leiddi í ljós að fleiri höfðu reynt að kaupa áfengisgos, sem er selt í almennum verslunum í Noregi, og áfenga drykki Spænskir dagar voru þemadagar árið 2005. Skreytingar í vínbúðinni í Kringlunni. 351

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==