Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
á veitingahúsum en áfengi í vínbúðunum. 1176 Vín- búðunum tókst að ná markmiðum um rýrnun og gæðaeftirlit. Ánægja viðskiptavina og viðmót í hverri vínbúð var kannað og hafa einkunnir verið háar. Árið 2006 var Vínbúðin í Spöng í Reykjavík valin vínbúð ársins í flokki stærri vínbúða og Vínbúðin á Egilsstöðum í flokki minni vínbúða. 1177 Vínbúðin í Mosfellsbæ varð hlutskörpust í keppninni um vín- búð ársins árið 2010 og sama ár urðu vínbúðirnar á Flúðum, Húsavík og Siglufirði sigurvegarar í flokki minni vínbúða. 1178 Fjármálaráðherra hóf árið 1996 að veita viður- kenningu ríkisstofnun sem skarað hafði fram úr og er til fyrirmyndar í starfi sínu. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og Kvennaskólinn í Reykjavík varð fyrsta stofnunin til að fá þau. ÁTVR tók fyrst þátt í þessari keppni árið 2000 og komst í hóp þriggja þeirra bestu tvö ár í röð. 1179 ÁTVR var svo valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004. 1180 Velgengnin í þessari keppni varð til þess að ÁTVR ákvað að senda inn umsókn um Íslensku gæðaverðlaunin árið 2002. Valinn hópur starfsfólks vann að verkefnisáætlun og tímaáætlun með skilgreindum verkþáttum. Í hópvinnunni kom í ljós að gögn vantaði og ekki höfðu verið gerðar nauð- synlegar mælingar. Ákveðið var að ráða bót á þessu og í framhaldi voru gerðar tvær kannanir. Önnur var um viðhorf starfsmanna til ÁTVR og hin um viðhorf viðskiptavina, sem var í þetta sinn gerð með rýnihóp. Könnun meðal viðskiptavina hafði verið gerð árið 1996, eins og áður hefur verið fjallað um, en könnun meðal starfsfólks hafði ekki verið gerð áður. Niðurstöður sjálfsmatshópsins sýndu að hópurinn hafði gefið fyrirtækinu 565 stig af 1000 mögulegum. Besti þátturinn var rekstrarárangur, sem var metinn með 75% af mögulegum stigum, en aðrir þættir voru lægri og undir 50% mögulegum stigum. Í umsögn ráðgjafafyrirtækisins var talið að starfsemin hefði leitt í ljós styrkleika á mörgum sviðum. Hins vegar var bent á að erfitt væri að henda reiður á stefnu fyrirtækisins og í skýrslunni segir: „Mjög óheppilega er staðið að formlegri og skjalfestri stefnumörkun en hún virðist unnin alfarið af stjórn fyrirtækisins. Vísað er til „stefnu stjórnar“ sem er mjög undarlegt. Það er óskiljanlegt að stjórn fyrirtækis geti haft sérstaka stefnu. Stefnumörkun á að vera unnin fyrir fyrirtækið og marka stefnu fyrirtækisins.“ 1181 Í ritgerð Ívars J. Arndal bendir höfundur á að þarna hafi í fyrsta sinn verið fjallað um það bil sem myndast hafði á milli fyrirtækis og stjórnar sem var skipuð til þess að leggja fyrirtækið niður. ÁTVR komst í lokaáfanga Íslensku gæðaverð- launanna fyrir árið 2002. Í umsögn matsmanna segir: „Það er álit matsnefndar Íslensku gæðaverð- launanna að stjórnendum og stjórn fyrir- tækisins hafi tekist að þræða gullinn meðalveg í viðleitni sinni til að byggja upp framsækið og metnaðarfullt þjónustufyritæki sem stöðugt leitast við að laga sig að þörfum viðskiptavina sinna, á sama tíma og gæta þarf meðalhófs í þeirri neikvæðu ímynd sem fylgir einkaleyfis- sölu á vegum ríkisins og skaðlegum áhrifum ofneyslu einstaklinga á vörum fyrirtækisins“. 1182 Seinna í álitinu segir: „Veikleikar í forystu og stefnumörkun skýrast að hluta af eignaraðild ríkisins og að nokkru af mótsagnarkenndum aðstæðum fyrirtækisins.“ Íslensku vefverðlaunin fyrir besta fyrirtækjavefinn árið 2003 voru veitt ÁTVR. 352
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==