Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
einkaaðilar sæju um sölu á áfengum drykkjum og rekstur vínbúða fyrir ÁTVR. Í samstarfsverslunum/ smáverslunum ÁTVR á landsbyggðinni var fyrir- komulagið þannig að ÁTVR tók á leigu húsnæði og aðstöðu fyrir vínbúð. ÁTVR réði verslunarstjóra sem var starfsmaður ÁTVR og bar ábyrgð á rekstrinum gagnvart ÁTVR. Verslunarstjórinn var því ríkisstarfs- maður og um hann giltu lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og önnur fyrirmæli sem starfs- mönnum ÁTVR eru sett. Reksturinn sjálfur og rekstrarniðurstaða var alfarið á ábyrgð ÁTVR og þar með var tryggt að enginn einkaaðili hefði fjárhags- legan hagnað af áfengissölunni. Í fyrsta sinn í mörg ár var frumvarpið ekki endur- flutt á nýju þingi haustið 2009. Fyrst eftir hrunið, þegar ríkið var aftur orðið eigandi banka og fyrir- tækja, hafði almennur áhugi á einkavæðingu ríkis- fyrirtækja minnkað. Á þeim tíma höfðu þingmenn því sennilega ekki trú á að frumvarpið yrði tekið til meðferðar og samþykkt. Samfélagsleg ábyrgð Með lögum nr. 96/1995 var ákveðið að af innheimtu áfengisgjaldi þeirra sem gjaldskyldir væru skyldi 1% þess renna í forvarnasjóð. Tilgangur sjóðsins var að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og fíkniefna- neyslu. Heilbrigðisráðherra veitti styrki úr sjóðnum að fengnum tillögum Áfengis- og vímuvarnaráðs. Úthlutað var úr forvarnasjóði í síðasta sinn vorið 2011 en þá var hann lagður niður og í staðinn kom lýðheilsusjóður sbr. lög nr. 28/2011. Til lýðheilsusjóðs rennur hlutfall af innheimtu áfengisgjaldi í samræmi við ákvæði laga um gjald af áfengi og tóbaki, hlut- fall af brúttósölu tóbaks í samræmi við ákvæði laga um tóbaksvarnir og framlag úr ríkissjóði samkvæmt ákvæðum fjárlaga hverju sinni, sbr. 6. gr. laganna. ÁTVR hefur lögum samkvæmt engar skyldur hvað varðar forvarnir. Samt er augljóst að ríkisrekin verslun með áfengi er ólík hefðbundnum verslunar- rekstri, þar sem henni er ekki ætlað að selja sem mest með sem mestum hagnaði. Hún er stjórntæki sem ríkisvaldið hefur til þess að stýra sölu og um Frá afhendingu 5.000.000 kr. framlags ÁTVR til Pokasjóðs til framkvæmda við gerð göngustíga við Gullfoss. Frá vinstri á myndinni eru Davíð Egilsson forstjóri Umhverfisstofnunar, Jónína Bjarmarz umhverfisráðherra Bjarni Finnsson formaður stjórnar Pokasjóðs, Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR og Höskuldur Jónsson fyrrverandi forstjóri ÁTVR. 355
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==