Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

verið vinsæll allar götur síðan. Allar þessar tegundir voru teknar til sölu. Eftirlit með framleiðslu, átöppun og birgðahaldi bjórs var samkvæmt lögum í höndum ÁTVR. Ráðnir voru sérstakir eftirlitsmenn til þessara starfa. Á fyrstu árunum gætti töluverðrar ónákvæmni í vínandamagni bjórs, en þessir byrjunarörðugleikar liðu fljótt hjá. Innlendi bjórinn varð strax söluhærri en sá inn- flutti. Hann var ódýrari og ferskur og féll að smekk bjórdrykkjufólks. Val á erlendum bjórtegundum Ljóst var að í fyrstu þyrfti að takmarka fjölda þeirra bjórtegunda sem ÁTVR gæti boðið til sölu í versl- unum sínum. Í Þýskalandi einu voru á þessum tíma um 1100 bjórframleiðendur og eitthvað færri í Bandaríkjunum. Miklir hagsmunir voru í húfi fyrir framleiðendur að komast strax inn á markaðinn.Við val á erlendu bjórtegundunum var ákveðið að velja í upphafi framleiðendur 10-20 bjórtegunda sem ætla Sanitasverksmiðjan á Akureyri fékk aðstoð þýskra sérfræðinga til að velja réttu bjórtegundina, eins og greint er frá í Morgunblaðinu 6. janúar 1989. 257

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==