Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

leið neyslu áfengis. Eins og áður hefur verið greint frá, tók ÁTVR snemma upp stefnu í umhverfis- og ræktunarmálum. Með því að koma á skilagjaldi og taka þátt í stofnun Endurvinnslunnar markaði fyrir- tækið sér snemma vistvæna stefnu. Þá hvatti ÁTVR viðskiptaaðila til að styrkja landgræðsluverkefni. Í forstjóratíð Höskuldar Jónssonar birtist samfélags- lega ábyrgðin skýrast í markvissri umhverfisstefnu þar sem hvatt var til góðrar umgengni og ÁTVR styrkti ýmis verkefni á við umhverfisverndar og landgræðslu. Með skipun stjórnar og eftir að Ívar J. Arndal varð forstjóri, breyttust áherslurnar smám saman. Umhverfismálunum var samt sinnt áfram og stærstur hluti af andvirði þeirra plastpoka sem seldir eru í vín- búðunum hélt áfram að renna í Pokasjóð. Sem dæmi um styrki úr Pokasjóði má nefna að árið 2005 styrkti Pokasjóður fyrir tilstilli ÁTVR umbætur í Ásbyrgi og uppbyggingu á nýrri og stórbættri snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn við Dettifoss. Árið 2006 veitti Pokasjóður, að tilmælum ÁTVR, Umhverfisstofnun verulegar upphæðir til framkvæmda við Gullfoss. 1191 ÁTVR hugaði líka að nærumhverfinu með því að styrkja Náttúrufræðistofnun á árinu 2007 til þess að merkja og fylgjast með rjúpum sem höfðu leitað skjóls á lóð ÁTVR á Stuðlahálsi. 1192 Tengingin við aðhalds- sama áfengisstefnu stjórnvalda varð hins vegar smám saman augljósari og ÁTVR fór að styrkja einstök for- varnarverkefni, oft í samvinnu við aðra. Í skýrslu stjórnar fyrir árið 2002 segir: „Forvarnar- hlutverk ÁTVR felst nú fyrst og fremst í því að fylgja eftir lagaákvæðum um lágmarksaldur þeirra sem kaupa áfengi.“ 1193 Dæmi um slíka forvarnarstarfsemi var átaks- verkefni þar sem fullorðnir voru hvattir til þess að kaupa ekki áfengi fyrir unglinga. Slagorð verkefnis- ins var: „Gerðu ekki slæm kaup!“ og var það fest upp á skiltum í öllum vínbúðunum. Að átakinu stóðu ÁTVR, Landssamtökin Heimili og skóli og verkefnis- stjórn áætlunarinnar „Ísland án eiturlyfja“. Árið 2009 Jóhann Hlíðar Harðarson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, Hildur Petersen formaður stjórnar ÁTVR og Dögg Pálsdóttir formaður verkefnisins Ísland án eiturlyfja kynna forvarnaverkefnið „Gerðu ekki slæm kaup“. Morgunblaðið 3.12.1998. 356

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==