Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
hófst annað verkefni í gangi undir kjörorðinu: „Bíddu – hafðu skilríki meðferðis“. Markmiðið var að hvetja unga viðskiptavini til að sýna skilríki að fyrra bragði í vínbúðunum. Umferðarstofa og vínbúðirnar hófu samstarf um auglýsingaherferðir. Þær voru undir kjörorðunum: „Aktu aldrei undir áhrifum“ og „Bara einn er einum of mikið“, þar sem bent var á að áfengi og akstur eigi aldrei samleið. Á árunum frá 1995 til 2004 ætlaði stjórn ÁTVR sér stórt hlutverk í þá veru að fræða almenning í landinu um neyslu létts víns. „Stefna stjórnar ÁTVR er að nýta áhrifamátt fyrirtækisins til að hlúa að vín- menningu í landinu og miðla upplýsingum um afleið- ingar af misnotkun áfengis“, segir í skýrslu stjórnar árið 2002. 1194 Í október 2003 hafði stjórn ÁTVR, þ.e. Hildur Petersen, Sigurður M. Magnússon og Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ívar J. Arndal forstjóri og Jóhann Steinsson framkvæmdastjóri fasteignasviðs farið í heimsókn til áfengiseinkasalanna í Québec og Ontario í Kanada. Áhrifa frá þessari heimsókn gætti í skoðunum stjórnar á því hvernig framtíðar- skipan ÁTVR ætti að vera. 1195 Stjórnin benti á að áfengiseinkasölurnar í Kanada og á Norðurlöndum ættu það sameiginlegt að markaðssetning áfengis væri án persónulegrar hagnaðarvonar og að strangt eftirlit með áfengiskaupaaldri réttlætti tilvist þeirra. Á Norðurlöndum sé litið á áfengi sem vímugjafa sem geti valdið tjóni, og þar sé því reynt að draga úr sölu áfengis. Vitað sé að fyrirkomulag áfengissölunnar standi og falli með vilja almennings, og til að tryggja framtíð hennar verði að leggja áherslu á að verslan- irnar séu snyrtilegar og bjóði góða þjónustu. Í Kanada byggist markaðssetning áfengiseinkasalanna á því að fræða almenning um áfengi frá öllum heimshornum og kenna fólki að njóta góðra vína. Þá eru kanadísku áfengiseinkasölurnar stoltar yfir því að skila háum fjárhæðum í ríkissjóð, og þær vinna markvisst að því að efla skilning fólks á því að há skattlagning á áfengi sé góð fyrir samfélagið. Stjórnin var greinilega undir áhrifum af heimsókninni þegar hún markaði nýja stefnu sem skyldi endurspeglast í slagorðunum: lifum, lærum og njótum. Skipun fyrstu stjórnar ÁTVR og vinnulag hafði valdið árekstrum við starfsfólk sem tók nokkurn tíma að leiða til lykta eins og áður hefur verið greint frá. Heildarstefnan sem stjórn ÁTVR hafði markað sér í upphafi var tekin til endurskoðunar af starfshópum innan ÁTVR. Eins og áður hefur verið vikið að var gagnrýnt að markmiðin voru sett fram sem markmið stjórnar en ekki sem markmið fyrirtækisins. Mark- miðin voru síðan tekin til endurskoðunar og sett fram sem stefna fyrirtækisins. Þau helstu voru að efla tengsl matar og áfengra drykkja, stuðla að jákvæðri vínmenningu og draga úr neyslu tóbaks. Ennfremur að auka þjónustu og fræða viðskiptavinina, bjóða gott vöruúrval, hafa hagkvæmni í rekstri að leiðarljósi, búa vel að starfsfólki og efla tengsl við birgja. Sú nýjung var innleidd í ársskýrslu fyrir árið 2006 að þar var að finna nýjan pistil sem hét „Frá forstjóra“. Þar greindi Ívar J. Arndal frá þróun áfengissölunnar Má biðja þig að bíða aðeins - bara þangað til þú verður 20 ára vinbudin.is Takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði þegar þú kemur íVínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi. ENNEMM / SIA /NM37870 HAFÐU SKILRÍKIN MEÐFERÐIS Mynd úr auglýsingaherferð ÁTVR sem hófst sumarið 2009 til að vekja athygli á áfengiskaupaaldrinum og hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að eigin frumkvæði. 357
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==