Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

og tengdi hana við markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda sem samþykkt voru á Alþingi 20. maí 2001. Hann bar saman áfengisneyslu á Íslandi og á Norðurlöndum og gerði grein fyrir kjarna aðhalds- samrar áfengisstefnu. Hún fólst í háu verði til að draga úr sölu, takmörkuðu aðgengi með fáum verslunum og takmörkuðum afgreiðslutíma, sölukerfi sem ekki byggði á hefðbundinni hagnaðarkröfu einkarekstrar og öflugu forvarnarstarfi með því að hefta aðgengi unglinga að áfengi og stuðla að ábyrgri neyslu. Í pistl- inum var birt línu- og stöplarit sem sýndi fylgni á milli áfengisneyslu og þróunar kaupmáttar og hvernig verð á áfengi hafði lækkað á sama tíma og kaupgeta hafði aukist, sem skýrði aukna áfengisneyslu. Smám saman breyttust áherslur í heildarstefnu ÁTVR og stefnan varð yfirgripsmeiri. Ábyrg neysla áfengis er ennþá leiðarljós en áherslan á víndrykkju sem eftirsóknarverða hefur horfið og í staðinn eru komin almennari sjónarmið. Heildarstefnan var sett þannig fram 1. des. 2009: 1196 Samfélagslega ábyrgð ÁTVR dró Ívar fram í eftir- farandi þáttum: Samfélagsleg ábyrgð ÁTVR – ÁTVR sinnir hlutverki sínu með eins lítið áber- andi og fyrirferðarlitlum hætti og mögulegt er. – ÁTVR tekur þátt í að byggja upp vínmenningu, t.d. með fræðslu til viðskiptavina um vín og teng- ingu matar og vína. – ÁTVR fer í ýmsar herferðir þar sem samfélagsleg ábyrgð er í fyrirrúmi. Má nefna t.d. „Akstur og áfengi fara ekki saman“, „Ábyrgð gestgjafans“, og „Kaupum ekki áfengi fyrir unglingana“. – Strangt eftirlit er með aldri viðskiptavina. – Ábyrg starfsemi, t.d. engar söluhvetjandi aðgerðir. – Samstarf við lögreglu og aðila sem vinna að for- vörnum. Sérstök áhersla er á að torvelda aðgengi unglinga að áfengi. Hér var farið inn á nýjar brautir með því leggja áherslu á skyldur ÁTVR í forvörnum. Fyrirtækinu var ávallt ætlað hlutverk í því að afla ríkinu tekna en þar sem starfsemi ÁTVR féll undir fjármálaráðu- neytið var ekki venja að setja hin áfengispólitísku forvarnarhlutverk fram á jafn eindreginn hátt. Þáttur ÁTVR í forvörnum fólst í því að reka ábyrga starfsemi í samræmi við áfengislög, takmarka fjölda vínbúða og afgreiðslutíma þeirra, halda strangar aldurstakmark- anir, hvetja til ábyrgrar neyslu og verjast óæskilegri markaðsstarfsemi, styðja fræðslu um áfengi og eiga samvinnu við aðila sem starfa að forvörnum og hafa samstarf við lögreglu. 1197 Þetta nýja hlutverk ÁTVR var kynnt undir hug- takinu samfélagsleg ábyrgð. Hún felur í sér að engin söluhvetjandi starfsemi eða markaðsseting sé leyfð í vínbúðunum, sérstök áhersla sé lögð á að vernda ungt fólk gagnvart áfengi og misnotkun þess. Ennfremur að verjast lífsstílsauglýsingum sem tengjast áfengi en gefa út alhliða fræðsluefni um áfengi, uppruna þess, meðferð og notkun og fræða viðskiptavini um mögu- lega áhættu sem felst í neyslu áfengis. Þá þýðir sam- félagslega ábyrgðin að stuðla beri að ábyrgri neyslu áfengis, og samstarfi við lögreglu, forvarnaraðila og vísindamenn sem vinna að rannsóknum á sviði áfengismála. Þá hefur ÁTVR verið samstíga Alko í Finnlandi, Systembolaget í Svíþjóð, Vinmonopolet í Noregi og Rúsdrekkasøla landsins í Færeyjum með því að koma á fót samnorrænum siðareglum um innkaupa- samninga frá 1. janúar 2012. Áfengiseinkasölurnar hafa sett sér siðareglur sem byggjast á tíu megin- reglum samfélagsábyrgðar á heimsvísu samkvæmt „Global Compact“ sáttmála Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, mannréttindi, baráttu gegn spill- ingu og vinnurétt. 1198 Á níunda áratugnum hafði Höskuldur Jónsson for- stjóri lagt áherslu á ábyrgð ÁTVR í umhverfismálum sem þá var nýmæli í rekstri fyrirtækja og sýndi í verki að ÁTVR var fyrirtæki sem bar samfélagslega ábyrgð. Í stjórnartíð Ívars J. Arndals forstjóra var ábyrgð ÁTVR í áfengismálum sett á oddinn og stefnumörk- un fyrirtækisins var felld að áfengisstefnu stjórnvalda. Meðal norrænu áfengiseinkasalanna hafði ÁTVR þá 358

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==