Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

sérstöðu að heyra undir fjármálaráðuneytið en ekki undir ráðuneyti sem fara með heilbrigðis- og félags- mál eins og raunin er í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Eins og stefna ÁTVR var útfærð í ársskýrslu 2009 var hún færð nær stefnumörkun hinna norrænu áfengis- einkasalanna. Erlendir samherjar Ríkisreknar áfengiseinkasölur eiga sér langa sögu á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Þær voru stofnaðar í kjölfar bannáranna í Noregi og Finn- landi en nokkru seinna í Svíþjóð þegar skömmtun- arkerfið, hið svokallaða Bratt-kerfi, var lagt niður. Áfengiseinkasalan í Færeyjum var sett á stofn löngu síðar, árið 1992. Einkaréttur ríkisins á framleiðslu, innflutningi og útflutningi áfengis, svo og heildversl- un og smásala með áfengi, voru mestalla tuttugustu öldina í höndum norrænu áfengiseinkasalanna. Þær hafa alla tíð verið einn af hornsteinum norrænnar áfengisstefnu. Norrænu löndin eru einu löndin í Evr- ópu þar sem ríkið sér um smásölu áfengis. ÁTVR Heildarstefna 1. des. 2009 Tilgangur Að stuðla að bættri lýðheilsu með því að fram- fylgja stefnu stjórnvalda í áfengis- og tóbaks- málum. Leiðarljós Ábyrgari neysla áfengis. Stefna Við ætlum að vera í hópi fremstu þjónustu- fyrirtækja landsins og þekkt fyrir samfélagslega ábyrgð. Áherslur Viðskiptavinir Við setjum viðskiptavininn í öndvegi og upp- fyllum væntingar hans. Þjónusta okkar einkennist af lipurð, gagnsæi og hlutleysi og við leggjum áherslu á að fræða við- skiptavini. Vöruval okkar er áhugavert og fjölbreytt og byggir á gæðum og ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð Störfum með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi og stuðlum þannig að ábyrgri notkun áfengis. Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leit- umst við að bjóða eingöngu vörur sem fram- leiddar eru í sátt við samfélagið. Við viljum láta gott af okkur leiða og vera þekkt fyrir samfélagslega ábyrgð. Hagkvæmni Við höfum hagkvæmni að leiðarljósi í öllu okkar starfi. Við förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð. Við leitum stöðugt nýrra leiða til þess að bæta rekstur okkar. Mannauður Við viljum að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur þar sem þjónusta og samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. Við viljum að starfsfólk njóti virðingar og að öll aðstaða og umgjörð geri því kleift að sinna starfi sínu á sem besta hátt. Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að auka þekkingu sína og hæfni og geti þannig mætt væntingum viðskiptavina um framúrskar- andi þjónustu. 359

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==