Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Löng hefð er fyrir samstarfi norrænu áfengis- einkasalanna og þær hafa lengi haft með sér tengsla net til að deila reynslu og skiptast á upplýsingum um starfsemi sína. Í aðlögunarferlinu að reglum EES og ESB skiptust stjórnendur áfengiseinkasalanna á upp- lýsingum, þótt löndin færu ólíkar leiðir í tilraunum sínum til að halda fyrirkomulagi áfengisverslunarinn- ar sem mest óbreyttu. 1199 Eftir aðild Íslands og Noregs að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Evrópusam- bandið (ESB) urðu löndin að breyta fyrirkomulagi á áfengissölunni. Einkaréttur á framleiðslu, innflutn- ingi, útflutningi og heildsölu á áfengum drykkjum var afnuminn en áfengiseinkasölunum var tryggður réttur til smásölu áfengis. Eftir að dómstólar tóku af allan efa um að ríkis- rekin smásala áfengis bryti ekki í bága við samþykktir innri markaðar ESB, þurftu áfengiseinkasölurnar að einbeita sér að smásöluversluninni. Allar hafa þær tekið breytingum í sömu átt: að veita viðskiptavinun- Heiti, stofnár og vörur norrænu áfengiseinkasalanna 2012 Land Heiti Stofnár Vörur Finnland Alko 1932 Vín og sterkt áfengi yfir 2,8% styrkleika og bjór yfir 4,5% styrkleika Færeyjar Rúsdrekkasøla Landsins 1992 Allir áfengir drykkir yfir 2,8% styrkleika Ísland Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 1992 Allir áfengir drykkir yfir 2,25% styrkleika Noregur Vinmonopolet 1922 Vín og sterkt áfengi yfir 2,8% styrkleika og bjór yfir 4,75% styrkleika Svíþjóð Systembolaget 1955 Vín og sterkt áfengi yfir 2,8% styrkleika og bjór yfir 3,5% styrkleika Heimild: Alko. Information on the Nordic Alcohol Market. 2012. Forstjórar áfengiseinkasal- anna í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi og forstjórar De danske sprit fabrikker hittast á fundi í Osló árið 1955. Guðbrandur Magnússon forstjóri ÁVR er annar frá vinstri í aftari röð. Norrænu áfengiseinkasöl- urnar hafa alla tíð haft náið samstarf sín á milli. 360
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==