Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

um meiri þjónustu. Hærra þjónustustig á seinni árum hefur án efa tryggt þeim velvild í samfélaginu. Í öllum löndunum hafa þó öðru hvoru heyrst raddir um að leggja eigi niður ríkisrekna einkasölu með áfengi. Árið 1999 átti Alko í Finnlandi frumkvæðið að því að gefa út skýrslu með ýmsum tölfræðilegum upplýs- ingum um áfengissölu, eins og fjölda vínbúða, lengd afgreiðslutíma, áfengisskatta og verðlagningu, sölu eftir áfengisflokkum og ýmislegt fleira. Upplýsingarn- ar ná yfir öll Norðurlönd. Þessari upplýsingasöfnun hefur verið haldið áfram og skýrslan Information on the Nordic Alcohol Market hefur verið birt árlega. Áfengiseinkasölurnar hafa líka gefið út bæklinga á ensku um starfsemi sína. Á seinni árum hefur samstarf norrænu áfengis- einkasalanna frekar aukist og forstjórarnir hitt- ast reglulega. Þá hafa þær sett á fót vinnuhópa sem sinna afmörkuðum verkefnum eins og gæðamálum og umhverfismálum. Norrænu áfengiseinkasölurnar starfa í samræmi við reglur ESB og með því að vinna saman geta þær betur gætt hagsmuna sinna og komið sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi ESB. Framkvæmd norrænu áfengisstefnunnar gerir ráð fyrir því að áfengissala hafi áhrif á fólk og umhverfi, ekki bara í heimalöndunum heldur um allan heim. Söluvörurnar eru framleiddar við margs konar aðstæður víða í heiminum og þar sem starfsemi ríkis- rekinna áfengisverslana er byggð á almannaheillum fremur en fjárhagslegum ávinningi, ákváðu þær árið 2008 að vinna í samræmi við alþjóðleg viðmið um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þetta felur í sér að þeim ber að sjá til þess að viðskiptin fari fram á sóma- samlegan hátt og að vörur sem þær kaupa og selja séu í samræmi við sáttmála sem kveður á um afnám barnaþrælkunar, virðingu mannréttinda, aðbúnað á vinnustað, umhverfismál og varnir gegn spillingu. Allar norrænu áfengisverslanirnar hafa þvi tileinkað sér samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni. Þegar bannárunum lauk í Bandaríkjunum árið 1933 var það á valdi hvers og eins ríkis að setja reglur um sölu á áfengi. Flest ríkjanna tóku upp sama fyrirkomulag og gilti fyrir bann og einkaaðilar fóru aftur að selja áfengi. Allmörg ríki völdu þó að hafa meira eftirlit með áfengissölunni til að draga úr fjárhagslegum ávinningi einkaaðila af áfengis- sölu. Árið 2012 voru 18 af 50 ríkjum Bandaríkjanna með áfengiseinkasölur, þ.e. heildsölur á áfengi, en 8 með smásölu á áfengi. Árið 1938 stofnuðu þessi ríki með sér samtök, National Alcohol Beverage Control Association (NABCA), með aðsetur í Alexandríu í Virginíu. NABCA safnar og dreifir upplýsingum um áfengissölu og áfengispólitík í Bandaríkjunum og líka í Kanada. Kanadísku fylkin afnámu áfengisbann á þriðja áratugnum og eins og í Bandaríkjunum réðu fylkin fyrirkomulagi áfengissölunnar. Eftir að banninu lauk Þátttakendur á alþjóðlegri ráðstefnu norrænu og norður-amerísku áfengiseinkasalanna á Íslandi árið 2011. 361

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==