Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
komu fylkin á fót sínum eigin áfengisverslunum til þess að selja sterkt áfengi, innflutt vín og bjór. Aftur á móti er sala á innlendum bjór og innlendum vínum að mestu í höndum einkaaðila. Alberta er eina fylkið þar sem smásala áfengis hefur verið einkavædd. Annað hvert ár eru haldnar alþjóðlegar ráðstefn- ur (International Alcohol Monopoly Conference) til að fjalla um málefni sem varða áfengiseinkasölurnar. Þessar ráðstefnur eru sóttar af stjórnendum norður- amerísku og norrænu áfengiseinkasalanna. Slík alþjóðaráðstefna var haldin á Íslandi árið 2011 og á dagskrá voru mál eins og stuðningur almennings við áfengiseinkasölur, áfengisstefna alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, áfengissala í þróunarlöndum, eftirlitshlutverkið, orkudrykkir, umhverfismál og sjálfbær aðfangakeðja áfengiseinkasalanna. Ný lög um arðsemi og ábyrgð Ný lög um verslun með áfengi og tóbak nr. 86/2011 voru sett á Alþingi í júní 2011. Í þessum lögum kom fram skýr áfengispólitísk stefna og markmið laganna eru eftirfarandi skv. 2. gr.: a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, b. að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, c. að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Í nýju lögunum er gert ráð fyrir óbreyttu fyrir- komulagi áfengisverslunar og skv. 6. gr. laganna eru verkefni ÁTVR þessi: a. Innkaup á áfengi til smásölu og heildsölu. b. Birgðahald og dreifing á áfengi til áfengis- verslana. c. Rekstur áfengisverslana og þjónusta við viðskiptavini. d. Birgðahald, heildsala og dreifing á tóbaki. e. Að tryggja að allt tóbak sé merkt samkvæmt lögum um tóbaksvarnir. f. Álagning og innheimta tóbaksgjalds. g. Önnur verkefni sem tengjast smásölu og heildsölu á tóbaki. Meginhlutverk ÁTVR er eins og áður að annast smásölu áfengis og heildsölu á tóbaki. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðherra sem skipar forstjóra til fimm ára í senn, en ákvæði í fyrri lögum um sérstaka stjórn var fellt niður. Starfsemin skal vera sem hagkvæmust, skila ríkissjóði hæfilegum arði og vöruverð í verslun- um ÁTVR það sama hvar sem er á landinu. ÁTVR skal eiga og reka áfengisverslanir og ræður því fjölda þeirra, en um afgreiðslutímann fer samkvæmt áfengislögum. Reglur um vöruval eru skerptar í lögunum. Þær skulu miða að því að tryggja vöruúrval með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í áfengis- verslununum og vera í samræmi við alþjóðasáttmála. ÁTVR er þó heimilt að hafna vöru, t.d. áfengum drykkjum sem innihalda koffein og önnur örvandi efni. Samfélagsleg ábyrgð ÁTVR, þar sem ÁTVR er gert skylt að starfa samkvæmt stefnu stjórnvalda í áfengis- og tóbaksmálum á hverjum tíma, er nýmæli í lögunum. Með þessu ákvæði er lagður grunnur að heildstæðari stefnu í áfengismálum með því að tengja saman sjónarmið um arðsemi áfengisverslunar og forvarnir í áfengis- og tóbaksmálum. Í lögunum segir beinlínis (13. gr.) að ÁTVR skuli vinna gegn skaðlegri neyslu áfengis. Þá er ÁTVR heimilt að neita að selja eða afhenda áfengi ef viðkomandi er áberandi ölv- aður. Í nýju lögunum er þjónustuhlutverk ÁTVR víkk- að út. Hlutverk ÁTVR er ekki einvörðungu að veita viðskiptavinum upplýsingar sem fela í sér almenna fræðslu um uppruna áfengis, meðferð og notkun. Einnig skal upplýsa um mögulega skaðsemi vörunnar og þá áhættu sem getur fylgt neyslu áfengis og tób- aks. Þetta ákvæði er í samræmi við ákvæðið um sam- félagslega ábyrgð sem fylgir því að selja vímuefni. 362
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==