Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Með lögunum frá 2011 styrktist staða ÁTVR sem ríkiseinkasölu og í þeim kemur skýrt fram að ÁTVR er tæki stjórnvalda til að framfylgja áfengisstefnunni. Norrænu áfengiseinkasölurnar hafa allar breytt starfsemi sinni á síðustu 10–15 árum og hafa tekið upp meiri þjónustu við viðskiptavinina sem hefur skilað sér í aukinni ánægju þeirra með fyrirkomulag áfengissölunnar. Þannig hafa þær styrkt stöðu sína og brugðist við gagnrýni þeirra sem vildu leggja þær niður vegna lélegrar þjónustu og takmarkaðs vöruúr- vals. ÁTVR hefur fetað sömu leið og norrænu áfeng- iseinkasölurnar og stærstu vínbúðir ÁTVR bjóða slíkt vöruúrval að neytendur hafa ekki yfir miklu að kvarta í þeim efnum. Norrænu áfengiseinkasölurnar tryggja landsmönnum sínum aðgang að áfengi og margir stjórnmálamenn í norrænu löndunum leggja áherslu á að málefni og ánægja neytenda skipti meira máli en takmörkun áfengissölu. 1200 Þannig hafa tilraunir til þess að koma til móts við viðskiptavinina með fleiri vínbúðum, lengri afgreiðslutíma, miklu vöruúrvali og góðri þjónustu gert þá ánægðari. Svo lengi sem við- skipavinirnir eru ánægðir er ekki líklegt að stjórn- málamenn fái stuðning almennings til breytinga á sölufyrirkomulaginu. Talsmenn áfengisvarna og lýðheilsu beindu oft gagnrýni sinni að ÁTVR og voru mótfallnir breyting- um í frjálsræðisátt. Sumar af breytingunum á starf- semi ÁTVR, eins og annarra norrænna áfengiseinka- sala, hafa gengið gegn opinberri áfengisstefnu um takmarkað aðgengi að áfengi og yfirlýstri stefnu um að draga úr áfengisneyslu og tjóni af völdum hennar. Aðlögun að frjálslyndari verslunarháttum eins og sjálfsafgreiðslu, greiðslukortanotkun og löngum afgreiðslutíma var í andstöðu við stranga áfengis- stefnu. Á móti kom vaxandi ánægja almennings með breytta starfshætti áfengissölunnar og ríkjandi fyrir- komulag áfengissölu. Í Kanada, Bandaríkjunum og á Norðurlöndum er löng hefð fyrir því að ríki eða fylki hafi einokun á smásölu áfengis. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á það að slíkt fyrirkomulag takmarkar áfengisneyslu og áfengistengd vandamál. 1201 Í nýjum tillögum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar að aðgerðaáætlun í áfengismálum er mælt með því að koma á fót ríkis- reknum áfengiseinkasölum þar sem því verður við komið. 1202 Þannig hefur tæplega 90 ára gamalt fyrir- komulag áfengissölu fengið stuðning af alþjóðlegum rannsóknum. Ef slíkum ráðleggingum er fylgt, ætti ÁTVR því að geta starfað áfram næstu ár. Yfirlit Ímynd ÁTVR breyttist úr hefðbundnu opinberu fyrirtæki í sértækt þjónustufyrirtæki. Stefnumót- unarvinna, árangursstjórnum og gæðaeftirlit urðu fastir liðir í rekstri fyrirtækisins og farið var að meta starfsemi og árangur fyrirtækisins eftir stöðluðum mælikvörðum. ÁTVR fékk viðurkenningar sem fyrir- myndastofnun ríkisins og Íslensku gæðaverðlaunin. Þrátt fyrir þetta var tilveruréttur ÁTVR dreginn í efa. Á hverju þingi allt frá 1995 höfðu nokkrir alþingis- menn lagt fram frumvarp um að einkasala ÁTVR á öðru áfengi en sterku áfengi yrði lögð niður. Frum- varpið náði aldrei fram að ganga og eftir hrunið var það ekki endurflutt. Sambærileg viðfangsefni nor- rænna og norður-amerískra áfengiseinkasala leiddu til nánari samvinnu um miðlun upplýsinga og meiri þátttöku ÁTVR í norrænnu og alþjóðlegu samstarfi en áður. Árið 2011 voru sett ný lög um starfsemi og hlutverk ÁTVR og smásala á áfengi og heildsala á tób- aki var fest í sessi. Við vöruval skyldi taka mið af eftir- spurn en ÁTVR fékk líka heimild til að hafna vörum. Þjónustuhlutverkið náði nú bæði yfir almenna fræðslu um uppruna áfengis, meðferð þess og notkun, og mögulega skaðsemi vörunnar og þá hættu sem getur fylgt neyslu áfengis og tóbaks. Með þessu ákvæði var lagður grunnur að heildstæðari stefnu í áfengismál- um með því að tengja saman sjónarmið um arðsemi áfengisverslunar og forvarnir í áfengis- og tóbaksmál- um. Samfélagsleg ábyrgð ÁTVR var nýmæli í lögum um verslun með áfengi þar sem ÁTVR var gert skylt að starfa samkvæmt stefnu stjórnvalda í áfengis- og tóbaksmálum á hverjum tíma. 363

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==