Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Samantekt Hildigunnur Ólafsdóttir, Sverrir Jakobsson og Sumarliði R. Ísleifsson Inngangur Á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar stofnaði íslenska ríkið nokkur þjónustu- og framleiðslufyrirtæki og er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eitt þeirra, stofnað 1922. Flest þessara fyrirtækja voru seld seinna á öld- inni en á 90 ára afmæli sínu er Áfengis- og tóbaks- verslunin ÁTVR enn í eigu ríkisins. Afskipti ríkisvaldsins af áfengissölu eiga sér langa sögu og hafa verið með ýmsu móti víða um heim. Ríkisreknar áfengiseinkasölur eru reknar á Norður- löndum, í stærstum hluta Kanada, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og fleiri löndum. Í sögulegu ljósi má segja að áfengiseinkasölurnar hafi reynst árangurs- rík tæki, bæði til að afla ríkinu tekna, stýra áfengis- neyslu og draga úr tjóni af völdum áfengis. Margar af bandarísku áfengiseinkasölunum hafa lagt meiri áherslu á tekjuöflunina en norrænu áfengiseinkasöl- urnar þar sem lýðheilsusjónarmið hafa verið aðal- röksemdin fyrir tilvist þeirra. Tekjuöflun ríkissjóðs hefur alltaf verið mikilvæg réttlæting á tilvist ÁTVR, svo að þessu leyti svipar ÁTVR meira til bandarísku áfengiseinkasalanna en hinna norrænu. Að öllu öðru leyti hefur fyrirtækið verið líkt norrænu áfengis- einkasölunum. Markmiðið með þessu verki hefur verið að rekja í stórum dráttum meginatriði úr sögu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Aðaláherslan er á þá þætti sem snerta áfengi, enda hefur umfangsmesti hluti starfseminnar snúist um það. En einkasalan náði líka til tóbaks, lyfja, bökunardropa og fleiri iðnaðarvara sem innihalda áfengi. Fyrsti hluti ritsins fjallar um það samfélagslega umhverfi sem fyrirtækið sjálft er sprottið úr og er því að töluverðu leyti hugarfars- og hugmyndasaga. Orðræðunni um áfengi var lengst af stýrt af bindindshreyfingunni sem barst til lands- ins á seinni hluta nítjándu aldarinnar. Bindindis- baráttan var borin uppi af frjálsum félagasamtökum en á fjórða áratug 20. aldar varð þetta einnig verk- efni stjórnskipaðra nefnda, þó að bindindishreyfingin starfaði áfram. Viðleitni hins opinbera til að draga úr áfengisneyslu fólst í því að koma upp umfangsmiklu regluveldi um meðferð áfengis, leggja gjöld á áfengi og hefta aðgengi að áfengi. Í öðrum hlutanum er sjónum einkum beint að uppbyggingu áfengisverslunar eftir að áfengi var lög- leitt á fjórða áratugnum. Hugmyndalegum átökum um áfengið var þá að mestu lokið. Samt náði bindind- ishreyfingin því markmiði sínu að takmarka umsvif áfengisverslunarinnar í krafti laga um héraðabönn. Skammtanir á stríðsárunum og árunum á eftir höml- uðu áfengisneyslu sem jókst hægt og ekki að ráði fyrr en eftir 1960. Í þriðja hlutanum hverfist frásögnin mest um fyrirtækið sjálft og hvernig það breyttist með sam- félagsþróuninni. Frásögnin hefst á afnámi bjórbanns- ins 1989 sem hafði mikil áhrif á fyrirtækið og styrkti stöðu þess. Fjallað er um áhrifin sem aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994 hafði fyrir rekstur áfengisverslunarinnar. Þau komu fram í því að ríkisrekin smásala áfengis var fest í sessi og gömlu áfengisútsölunum var breytt í nútímalegar vínbúðir með mismikilli þjónustu. Þá er gerð grein fyrir mis- heppnuðum tilraunum til einkavæðingar áfengissölu á tíunda áratugnum. Í stórum dráttum voru það breytingar á áfengis- 365

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==