Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

mætti að væru sæmilega þekktar á Íslandi og gefa framleiðendum þeirra kost á að taka þátt í lokuðu útboði. Velja átti þrjár tegundir bjórs, en ekki nema eina tegund frá hverju landi og skyldi það vera bjór sem væri sæmilega þekktur á Íslandi. Innkaupastofnun ríkisins var falið að annast útboðið. Útboðsgögn voru dagsett 29. desember 1988 og frestur til að skila tilboðum var til 19. janúar 1989. Alls voru boðnar 19 tegundir og svo mikil samkeppni var um umboð fyrir nokkrar tegundir að fleiri en einn aðili kynnti sig sem umboðsmann sömu tegundar. Lægsta tilboðið kom frá umboðsmanni Budweiser á Íslandi, sem var einn mest seldi bjórinn í Banda- ríkjunum og því strax augljóst að hann færi í sölu. Næstlægstu tilboðin voru líka frá bandarískum fram- leiðendum en þeim var hafnað, þar sem aðeins var rúm fyrir eina bandaríska bjórtegund. Lægsta verðið á tegundum frá öðrum löndum var á austurríska bjórnum Kaiser og dönskum Tuborg sem Ölgerðin hafði umboð fyrir. Kaiser Premium Beer var 5,4% að styrkleika og framleiddur af stærstu ölgerð Austur- ríkis. Styrkleiki Budweiser og Tuborg var 5,0%. Samningar ÁTVR um innfluttan bjór voru um kaup á einni milljón lítra af hverri tegund. Fríhöfnin í Keflavík hafði skapað vissan heima- markað en þar voru komufarþegum seldar tegund- irnar Heineken frá Hollandi, Carlsberg frá Danmörku og innlendu tegundirnar Polar, Viking og Thule. Af þessum tegundum var hollenski Heinekenbjórinn vinsælastur, þrátt fyrir það að fólk gæti einungis keypt sex lítra af erlendum bjór en átta lítra af innlendum tegundum. 947 Margir áttu því von á því að Heineken færi í sölu hjá ÁTVR og það kom því á óvart hve hátt tilboð kom frá þeim framleiðanda. 948 Ekki voru allir sáttir við útboðsleiðina og þau skilyrði sem sett voru fyrir þátttöku í útboðinu. Krafan um að bjórinn væri þekktur á Íslandi var bæði skiljanleg og umdeilanleg. Hvernig er hægt að setja mælistiku á hvað er þekktur og vinsæll bjór í landi þar sem sala á bjór er bönnuð? Höskuldur Jónsson Fundur í Rúgbrauðs- gerðinni þegar fulltrúar frá ÁTVR og Innkaupastofnun ríkisins opna verðtilboð vegna sölu á þremur bjór- tegundum sem leyfa átti að selja í áfengisverslununum frá og með 1. mars 1989. Fyrir miðju eru Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR og Ásgeir Jóhannesson forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins. 258

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==