Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
löggjöfinni sem skipta sögu ÁTVR í þrjú tímabil. Á fyrsta tímabilinu var heimilað að selja vín, á öðru tímabilinu sterkt áfengi og á því þriðja bættist við bjór. Fleiri þættir en áfengislöggjöfin hafa þó mótað fyrirtækið því að saga áfengisverslunarinnar tengist í ríkummæli hugmyndum um frelsi í atvinnurekstri og raunar í lífinu yfirleitt, um frjálslyndi og stjórnlyndi og boð og bönn. Samhliða fjallar þessi saga líka um samtakamátt og styrk félagshreyfinga og hún tengist einnig náið þjóðarímyndum og sjálfsvitund fólks, svo taldir séu nokkrir mikilvægir þættir sem tengjast sögu áfengismála. Forsagan að stofnun ÁTVR Heimildir eru um áfengisneyslu á Íslandi frá önd- verðu; áfengi hefur með öðrum orðum verið hluti af menningu þjóðarinnar alla tíð. Innlendar og erlendar heimildir geta um áfengisneyslu, stundum mikla, á 18. og 19. öld. Viðbrögð við aukinni neyslu voru bindindisfélög sem spruttu upp hérlendis um miðja 19. öld. Hreyfing bannmanna efldist mjög um og eftir aldamótin 1900. Þeir lögðu áherslu á að takmarka aðgengi að áfengi, t.d. með því að fá kaup- menn til að hætta að selja áfengi og með margvís- legum öðrum takmörkunum. Hreyfingin lagði ríka áherslu á að áfengi væri heilsuspillandi, auk þess sem drykkjuskapur ylli margvíslegu tjóni, alvarlegum slysum og ofbeldi á heimilum. Mest áhersla var þó lögð á að uppræta áfengisneyslu til þess að bæta menntun og menningu þjóðarinnar, svo að hún gæti staðið jafnfætis öðrum þjóðum. Þjóðin yrði að sýna að hún líktist ekki „siðlausum villiþjóðum“. Einnig var unnið að því að draga skýrar línur á milli dönsku herraþjóðarinnar og Íslendinga, enda væri áfengis- neysla til marks um spillingu herraþjóðarinnar sem þyrfti að varast. Umræðan um áfengismálin fléttaðist því mjög inn í umræðu um sjálfsmyndir og sjálfstæði þjóðarinnar. Undir lok 19. aldarinnar og í upphafi 20. aldarinn- ar dró úr áfengisneyslu í landinu og var hún þá langt- um minni en í nágrannalöndunum. Neyslan virðist mikið til hafa verið bundin við ákveðin tækifæri en dagleg neysla var fátíð. 1203 Neytendurnir voru fyrst og fremst fullorðnir karlar. Elstu tölfræðiupplýsingar um áfengissölu eru frá 1881–1885 en þá var árlegt meðal- tal, mælt í hreinu áfengi; 2,27 lítrar af sterku áfengi og 0,11 lítrar af víni, samtals 2,38 lítrar á íbúa. 1204 Þetta er miklu minni áfengissala en annars staðar á Norðurlöndum á sama tíma. Í Danmörku var hún 10–11 lítrar, fimm lítrar í Svíþjóð og um þrír lítrar í Finnlandi og Noregi. 1205 Í öllum löndunum minnkaði áfengissala næstu árin og á Íslandi var hún komin niður í 1,17 lítra þegar almenn atkvæðagreiðsla fór fram um bannið. Upp úr 1870 varð áfengi mikilvæg tekjulind landssjóðs, og síðar tóbak, þar til áfengistollurinn var afnuminn árið 1911. Markmiðið með því að leggja gjöld á innflutning áfengis var einkum að afla tekna, en einnig var litið til þess að gjaldtakan gæti dregið úr áfengisneyslu. Unnið var ötullega að því að torvelda aðgengi að áfengi og lög sem sett voru um veitingar áfengis þrengdu mjög að þeim sem seldu áfengi. Árið 1900 var svo bannað með lögum að framleiða áfenga drykki í landinu. Þróun mála var að mörgu leyti mjög í takt við það sem var að gerast í nágrannalöndunum, einkum í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, enda voru þessi lönd tekin til fyrirmyndar. Þegar ummiðja 19. öld komu fram hugmyndir um að banna innflutning áfengis. Tillaga um þjóðarat- kvæðagreiðslu um að banna allan innflutning áfengis kom fram árið 1905 og var samþykkt á Alþingi. Þrír fimmtu kjósenda, sem voru eingöngu karlar, 25 ára og eldri, studdu bann, en stuðningur við bann var eflaust enn meiri meðal kvenna. Í kjölfar atkvæðagreiðsl- unnar samþykkti Alþingi lög um bann við sölu og innflutningi áfengis árið 1909. Innflutningsbann tók gildi í ársbyrjun 1912 en sölubann í ársbyrjun 1915. Skömmu síðar var komið á áfengisbanni í Noregi og Finnlandi. Bannið í Noregi stóð frá 1916 til 1927 og í Finnlandi frá 1919 til 1932, eða skemur en á Íslandi í báðum löndunum. Fljótlega eftir setningu bannlaganna var farið fram á undanþágur frá þeim, m.a. vegna erlendra sendi- 366
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==