Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
hömlum á áfengissölu og markhópurinn var allur almenningur. Nýja hreyfingin, SÁÁ, beindi hins vegar atorku sinni að þeim sem stríddu við áfengis- vandamál og byggði upp umfangsmikið meðferðar- kerfi fyrir þann hóp. Þetta var grundvallarbreyting á afstöðu til áfengis sem kom fram í skoðunum helstu álitsgjafa í áfengismálum. Talsmenn bindindishreyf- ingarinnar vildu hlutast til um starfsemi ÁTVR og beittu sér gegn því að starfsemi ÁTVR ykist, en mál- svarar SÁÁ tóku yfirleitt ekki afstöðu til hennar. Á fyrstu árunum eftir að banninu var aflétt jókst áfengissalan lítillega, en skammtanir stríðsáranna og höft sem sett voru á fyrstu árunum eftir stríð og stóðu fram á sjötta áratuginn, takmörkuðu áfengis- söluna. Hún fór því ekki að aukast fyrr en eftir 1960. Áfengisneysla á íbúa tvöfaldaðist á milli 1960 og 1988, en útsölustöðum og stöðum með vínveit- ingaleyfi fjölgaði hægt og sígandi. Sala á áfengu öli var ekki lögleidd á þessum tíma þrátt fyrir að tæpur helmingur alþingismanna væri orðinn því fylgjandi um 1970. Eftir seinni heimsstyrjöldina og fram á átt- unda áratuginn jókst áfengisneysla í öllum löndum sem hafa nothæfa tölfræði um áfengissölu 1208 en þótt áfengisneysla á Íslandi ykist á þessu tímabili, gerðist það miklu hægar en annars staðar. Neyslumynstur fór líka eilítið að breytast og má tengja það við verðstefnu ÁTVR. Í nokkur ár, frá 1981–1984, var verð á léttum vínum lækkað og jókst þá neysla þeirra en neysla á sterkum drykkjum fór að sama skapi hlutfallslega minnkandi. Þegar verð- stefnunni var breytt aftur sótti fljótlega í sama far og áður. Áfengiskaup í Fríhöfninni voru sérstakur kapítuli en segja má að Fríhafnarverslunin hafi aukið aðgengi að áfengi og þó einkum að áfengu öli. Það markaði nokkur tímamót þegar almennt leyfi var veitt fyrir innflutningi á vissu magni af bjór í gegnum Fríhöfn- ina árið 1980, en áður höfðu skips- og flugáhafnir einar haft leyfi til að kaupa takmarkað magn bjórs. 1209 Jókst bjórneysla á Íslandi verulega í framhaldinu. Eftir bjór 1989 Með því að heimila sölu á bjór var bannárunum endanlega lokið. Þegar Alþingi samþykkti breytingu á áfengislögunum sem heimilaði sölu og dreifingu bjórs í landinu frá og með 1989, var ákveðið að sama fyrir- komulag skyldi gilda um bjór og um annað áfengi. Frá því að lögin um bjór voru samþykkt og þar til sala hans átti að hefjast voru innan við 10 mánuðir, svo að ÁTVR hafði afar stuttan tíma til að undirbúa þessa breytingu. Hafist var handa við að breyta verslun- unum og tekin var upp sjálfsafgreiðsla þar sem henni varð við komið. Fjármálaráðuneytið og forstjóri ÁTVR tóku ákvarðanir varðandi bjórsöluna um skattlagningu, minnstu sölueiningar, styrkleika bjórs og tegundaval. Bjórinn skyldi verðlagður eftir sömu reglum og annað áfengi en sérstakt gjald var lagt á erlendan bjór sem fluttur var inn í gámum til átöppunar og enn hærra gjald á bjór sem fluttur var inn í neytendaumbúðum eða tunnum. Íslenski bjórinn var því ódýrari því að menn óttuðust að innlendi bjórinn gæti ekki keppt við þann erlenda. Við undirbúning bjórsölunnar bárust ÁTVR tilmæli bæði frá iðnaðarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu þess efnis að ÁTVR skyldi hafa íslenskan bjór á boðstólum í verslunum sínum, en tvö brugghús voru starfandi í landinu. ESA, eftir- litsstofnun EFTA, gerði athugasemdir við þessa mis- munun og verndargjaldið var fellt niður í áföngum og endanlega afnumið árið 1995. Ljóst var að í fyrstu þyrfti að takmarka fjölda þeirra erlendu bjórtegunda sem ÁTVR gæti boðið til sölu í verslunum sínum. Við val á erlendu bjórtegund- unum var ákveðið að velja í upphafi framleiðendur 10-20 bjórtegunda sem ætla mætti að væru sæmilega þekktar á Íslandi og gefa framleiðendum þeirra kost á að taka þátt í lokuðu útboði. Velja átti þrjár tegundir bjórs, þó ekki fleiri en eina frá hverju landi, og skyldi það vera bjór sem væri sæmilega þekktur á Íslandi. Ekki voru allir sáttir við útboðsleiðina og þau skil- yrði sem sett voru fyrir þátttöku í útboðinu. Kvartað var til umboðsmanns Alþingis og hann úrskurðaði 369
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==