Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

að val á fyrirtækjum til þátttöku í útboðinu hefði ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli og að ÁTVR hefði brotið gegn jafnræðisreglu. Smám saman bættust fleiri bjórtegundir í vínbúðirnar en sölu var hætt á öðrum. Þegar bjórsala hófst var ákveðið að setja skilagjald á bjórdósir og endurvinna þær, og ÁTVR gerðist eitt af stofnfyrirtækjum endurvinnslufyrirtækisins Sorpu. Samfélagsleg ábyrgð var farin að setja mark sitt á starfsemi ÁTVR, en hún beindist að umhverfismálum en ekki áfengisvörnum. Framleiðsla Samkvæmt lögum hafði ÁTVR óframseljanlegt einkaleyfi til framleiðslu áfengra drykkja. Brennivín hafði verið í framleiðslu síðan 1935 og var elsta varan sem ÁTVR framleiddi. Áfengisframleiðsla ÁTVR var fyrst og fremst hugsuð fyrir heimamarkað en nokkrar tilraunir voru þó gerðar til útflutnings. Íslenskir við- skiptamenn sóttu fast að fá að hefja framleiðslu áfeng- is hér á landi og á árinu 1986 var lögunum breytt og einkaaðilum heimilað að framleiða áfengi. Þegar á reyndi gekk sala á íslensku áfengi erlendis illa og íslenskur áfengisiðnaður varð hvorki gjald- eyris- né atvinnuskapandi enda mikil samkeppni á erlendum áfengismarkaði. Framleiðsludeild ÁTVR var í hópi fyrstu ríkisfyrirtækjanna sem voru seld (1992) í einkavæðingarátaki sem ríkisstjórnin stóð fyrir á tíunda áratugnum. Vínbúðirnar Áfengisútsölur voru fáar allt fram á níunda áratuginn og póstsala þjónaði lengstum fólki sem bjó langt frá vínbúðunum. Vínbúðum fjölgaði hægt en yfirbragð þeirra gjörbreyttist. Það markaði tímamót þegar vín- búð var opnuð í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík árið 1987, en hún var fyrsta sjálfsafgreiðslu- verslunin með áfengi. Áform um opnun áfengisútsölu urðu jafnan mikil deilumál og úrslit atkvæðagreiðslna tvísýn. Árið 1996 voru í síðasta sinn greidd atkvæði um áfengisútsölur á fjórum þéttbýlisstöðum og voru þær alls staðar samþykktar. Þegar ÁTVR hafði opnað vínbúðir í öllum stærstu bæjum landsins var næsta verkefni að halda áfram að þjóna íbúumí dreifðari byggðum.Ásmærri stöðumvar enginn rekstrargrundvöllur fyrir áfengisverslun nema með takmörkuðu vöruúrvali og stuttum afgreiðslu- tíma. Ekki var því lengur stefnt að því að opna nýjar áfengisútsölur með fullkomnu þjónustustigi, heldur var þróað nýtt form, svokallaðar samstarfsverslanir. Vínbúðirnar fá þá inni hjá samstarfsaðilum sem reka fjölbreytta starfssemi meðfram áfengissölunni, eins og hárgreiðslustofu eða fatahreinsun og dæmi er um að bensínstöð hýsi áfengisútsölu. Matvöruverslanir hafa þó verið útilokaðar sem samstarfsaðilar. Árið 2006 voru samstarfsverslanirnar orðnar 26 með mis- mikið þjónustustig, þar sem sumar hafa aðeins opið einn klukkutíma á dag. Stjórnun ÁTVR hefur alltaf heyrt undir fjármálaráðuneytið og starfsfólkið verið ríkisstarfsmenn. Á níunda áratugn- um leiddi breytt lagaumgjörð og skipun nýs forstjóra, Höskulds Jónssonar, árið 1986, til endurskipulagning- ar. Stjórnartíð Höskulds frá 1986 til 2005 einkennd- ist af lágstemmdum rekstri en um leið af miklum umsvifum, framleiðslu, heildsölu og smásölu. Sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja var nýmæli á þessum tíma og birtist í ábyrgri afstöðu til umhverfismála. Á níunda ártugnum fóru mörg OECD-ríki að breyta fyrirkomulagi stjórnsýslu og taka upp aðferðir einkageirans eins og afnám miðstýringar, einkavæð- ingu og beitingu markaðslausna. Þessar hugmyndir bárust til Íslands, og 1995–1999 hóf ríkisstjórnin að innleiða „nýskipan í ríkisrekstri“. Markmiðið var markvissari fjármálastjórn, þjónustusamningar og aukin útboð í ríkisrekstri. Þessi nýbreytni fór smám saman að móta rekstur ÁTVR. Vorið 1995 mælti fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, fyrir frumvarpi um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf. Markmiðið með lagabreyting- 370

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==