Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

unni var að afnema einkarétt ríkisins á sölu áfengis þar sem slíkur einkaréttur bryti í bága við samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið. Við meðferð máls- ins kom óvænt fram tillaga um að fjármálaráðherra skyldi skipa ÁTVR stjórn. Tillagan var samþykkt og í kjölfarið skipaði fjármálaráðherra þriggja manna stjórn ÁTVR. Greinilegt var að ætlun fjármálaráðherra var að leggja fyrirtækið niður. En þegar á reyndi var ekki pólitískur vilji fyrir því að einkavæða áfengissöluna. Þegar ljóst var að fyrirtækið yrði ekki lagt niður, fór stjórnin í mikla stefnumótunarvinnu til að breyta rekstrinum. Í þessari stefnumótunarvinnu, sem starfs- fólkið tók þátt í, urðu til nýjar áherslur í starfseminni: samræmt útlit verslana, meiri þjónusta við viðskipta- vini og aukin þekking starfsfólks í vínfræðum. Stefna stjórnar ÁTVR var að nýta áhrifamátt fyrirtækisins til að hlúa að vínmenningu í landinu og miðla upp- lýsingum um afleiðingar af misnotkun áfengis. Stefnt var að framsæknu þjónustufyrirtæki og frjálslegri reglum. Á þessum tíma urðu gæðamál og árangurs- stjórnun mikilvægir þætti stjórnunar eins og í öðrum fyrirtækjum, og starfsfólk og yfirstjórn hófust handa við að taka upp gæða- og árangursstjórnun. Nokkur ágreiningur komupp um verksvið stjórnar og forstjóra og í gæðamati var stjórnin gagnrýnd fyrir að setja fram stefnu stjórnar en ekki stefnu fyrirtækis- ins, sem þótti ekki faglegt. Þegar starfstímabil stjórnar rann út var ekki skipuð ný stjórn. Þegar nýr forstjóri, Ívar J. Arndal, tók við árið 2005 var verksvið forstjóra og stjórnar endurskoðað og í framhaldi af því var ákvæðið um að skipa ÁTVR stjórn fellt burt úr lögum. Á næstu árum var lögð mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð sem nú var skýrt skilgreind sem stuðningur við áfengisstefnu stjórn- valda. Staða áfengisverslunarinnar hafði nú færst nær því fyrirkomulagi sem mótar umgjörð norrænu áfengiseinkasalanna og norrænni áfengis- og vel- ferðarpólitík. Réttmæti áfengiseinkasölunnar Við upphaf viðræðna um EES-samninginn hafði Ísland líkt og hin Norðurlöndin haft þá stefnu að ekki þyrfti að breyta fyrirkomulagi áfengiseinkasölunnar. Þegar búið var að samþykkja aðild Íslands að EES, kærði Verslunarráð starfsemi ÁTVR til ESA. Ráðið taldi að ÁTVR gætti ekki jafnræðis meðal framleið- enda áfengis og að einkasala hefði ekkert með félags- leg og heilsufarsleg markmið að gera. ESA tók þá afstöðu að það væri andstætt EES- samningnum að áfengiseinkasölur hefðu einkarétt á framleiðslu, innflutningi, heildsöludreifingu og útflutningi áfengra drykkja. Á þessum tíma var ÁTVR hætt allri framleiðslu og útflutningi svo að eingöngu var um það að ræða að hætta heildsölu á áfengi. Smá- salan var í samræmi við úrskurð ESA og hélt áfram, og ný lög um verslun með áfengi og tóbak tóku gildi 1. desember 1995. Allur innflutningur á áfengi færðist nú í hendur birgja. Í kjölfarið voru settar vinnureglur um vöruval og ágreiningsefnum um þátt ÁTVR í framleiðslu, útflutningi og innkaupum fækkaði, en engar skráðar reglur voru til um innkaup og vöruval því oft umdeilt. Þótt ljóst væri að áfengiseinkasalan væri ekki and- stæð EES-samningnum, var framtíð hennar engan veginn tryggð. Henni var ekki ógnað af fjölþjóðlegum stofnunum heldur af innlendum stjórnmálamönnum. Á hverju löggjafarþingi á árunum frá 2004–2008 var lagt fram frumvarp um að einkasala ÁTVRmeð annað áfengi en sterka drykki yrði lögð niður. Haustið 2009 var frumvarpið hins vegar ekki endurflutt á nýju þingi og var það í fyrsta sinn í mörg ár. Eftir efnahagshrunið hafði almennur áhugi á einkavæðingu ríkisfyrirtækja minnkað og þingmenn sennilega ekki haft trú á að frumvarpið yrði tekið til meðferðar og samþykkt. Samfélagsleg ábyrgð Þeirri óvissu sem ríkti um framtíð ÁTVR á tíunda áratugnum var eytt árið 2011 þegar sett voru ný lög um verslun með áfengi og tóbak (nr. 86/2011). Lögin 371

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==