Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Skálað í fyrsta bjórnum. markað. Hið sama gilti um sjónvarpið þar sem aug- lýsingar erlendra bjórframleiðenda birtust iðulega þegar erlendir íþróttaviðburðir væru sýndir. Þarna hefði erlendi framleiðandinn getað komið sínum bjór á framfæri en ekki sá íslenski. Þrátt fyrir stranga löggjöf, fjöldann allan af kærum til lögreglu og dóma hefur bjórauglýsingum fjölgað. Auglýsendur komast hjá lögregluafskiptum með því að auglýsa vörumerki og tegundaheiti en setja svo „léttöl“ með smáu letri neðst í horn auglýsingarinnar. Til þess að vinna gegn þessari áleitnu auglýsingastarf- semi voru stofnuð Foreldrasamtök gegn áfengisaug- lýsingum árið 2008. Bjórkrár og bjórhátíðir Margir veitingamenn bundu miklar vonir við bjór- komuna, nýir aðilar vildu prófa að reka bjórkrár og einfaldari matsölustaðir sóttu um vínveitingaleyfi til þess að fá sinn hluta af ágóðanum af bjórnum. Þónokkrir fjárfestu í breytingum á húsnæði til þess að opna bjórstofur, bjórkrár eða bjórkjallara. Þessir veit- ingamenn bjuggust við fleiri gestum og meiri áfengis- neyslu á veitingastöðum en áður hafði verið. Á árinu 1989 voru gefin út 27 ný veitingaleyfi í Reykjavík og fjölgaði leyfunum úr 53 í 79 frá 1988 til 1989. Blaða- maður Morgunblaðsins reiknaði út árið 1990 að rými væri fyrir þriðja hvern Reykvíking í veitingahúsum borgarinnar. 963 Svipuð þróun var í gangi um land allt og vín- veitingaleyfum fjölgaði úr 80 í 444 frá 1987 til 1997. Í stærri bæjunum stækkuðu veitingamenn við sig en ekki voru allir jafn bjartsýnir á gróðann af bjórnum. Inga Hafsteinsdóttir sem rak Sjallann á Akureyri sagði að þar yrðu litlar breytingar en samt reiknaði hún með mikilli aðsókn fyrst eftir að bjórinn kæmi. Síðan sagði hún: „Ég á líka bágt með að ímynda mér að nokkur veitingamaður verði ríkur af því að vera með bjórkrár eingöngu, því að hluti veitingamanns af bjórverði er lítill“. Þráinn Lárusson, veitingamaður í Uppanum sem þó var verið að stækka um helming, tók í sama streng: „Uppinn er fyrst og fremst matsölustaður og ég fórna ekki þeim hluta rekstrarins fyrir bjórdrykkju- fólk. Það verður enginn ríkur af að selja bjórinn“. 964 Þótt vel þekkt sé meðal félags- og mannfræðinga að ekki er auðvelt að flytja fyrirbæri eins og ensku hverfiskrána eða þýska bjórkjallarann á milli samfé- laga, voru íslenskir veitingamenn bjartsýnir á að slíkt gæti vel gerst hér á landi. Bjórhöllin og Bjórkjallarinn áttu að líkjast þýskum bjórkrám, á Kringlukránni var reynt að skapa enska stemningu og í Hafnarstræti var opnuð írsk krá. Í Reykjavík voru breytingar á formgerð veit- ingahúsa þegar hafnar áður en bjórinn kom. Í upp- hafi níunda áratugarins fóru litlir matsölustaðir að sækja um og fá vínveitingaleyfi til þess að geta boðið gestum vín með matnum. Lengi vel voru stóru diskó- tekin aðalskemmtistaðir unga fólksins sem sótti þá á föstudags- og laugardagskvöldum. Með bjórnum urðu minni staðir, krár og seinna kaffihús, mjög vin- sælir og aðsókn að diskótekunum dróst saman. Þau kröfðust aðgangseyris sem krárnar gerðu ekki, sem kann líka að hafa haft áhrif á eftirspurnina. Hefðin fyrir því að blanda saman dansi og drykkju var sterk og sumar krárnar buðu upp á tónlist og lítið dans- gólf um helgar. Alþekkt er að gestir standa lengur við og drekka meira á skemmtistöðum sem bjóða upp á einhverja afþreyingu. Ekki gengu allar krárnar jafn vel og kannski var tilraunin til þess að endurvekja diskóstemninguna gerð til þess að bæta upp lítil við- skipti. Margar kránna buðu upp á dagskrá eins og 262

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==