Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

skemmtistaðirnir en kröfðust ekki aðgangseyris. Þær þurftu að borga fyrir lifandi tónlist og skemmtikrafta með áfengisverðinu. Afgreiðslutíminn hafði líka verið lengdur til kl. þrjú sem hafði aukakostnað í för með sér. Þegar tekinn var upp virðisaukaskattur 1. janúar 1990 áttu mörg fyrirtæki í veitinga- og gistihúsa- rekstri í rekstrarerfiðleikum og skiptu um eigendur, hættu starfsemi eða urðu gjaldþrota. Hádegisdrykkja var þekkt á nokkrum veitinga- stöðum í Reykjavík, eins og t.d. á Borginni og í Naust- inu. Hún virtist ekki aukast eftir að bjórkrárnar komu til sögunnar og staðir eins og Fimman í Hafnar- stræti, Fógetinn, Duus-hús og Geirsbúð höfðu lokað í hádeginu. Í nóvember 1989 þegar bjórinn hafði verið í sölu í 10 mánuði átti blaðamaður Morgunblaðsins spjall við Sigmar B. Hauksson, sem kynntur var sem sælkeri og fjölmiðlamaður. Sigmar rakti ástæðurnar fyrir því að menn væru ekki mikið á börunum í hádeginu: Ein ástæðan er sú að menn taka engan matar- tíma nú orðið heldur fara frekar fyrr heim. Eða þá að menn eiga svo stutt heim til sín hér í Reykjavík að þeir fara ekki út að borða. Svo erum við með strangar reglur hvað varðar áfengi og akstur og Íslendingar taka þar enga áhættu. Menn drekka bara því meira um helg- ar. Ég held að það sé varla til að fólk fái sér bjór áður en vinnudeginum lýkur. 965 Ýmsar aðferðir voru notaðar til þess að kynna einstakar bjórtegundir og innleiða erlenda bjór- drykkjusiði. Þýskar bjórhátíðir eru vel þekktar og fara fram samkvæmt gömlum hefðum. Haustið 1992 efndi Viking-Brugg til bjórhátíðar í samvinnu við fjölmörg veitingahús. Þýsk blásarasveit, Die Fidelen Münchener, var fengin til að spila fyrir gestina og Sigurður Björnsson óperusöngvari stjórnaði fjölda- söng við undirleik sveitarinnar á Rauða ljóninu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Í tilefni hátíðarinnar var framleiddur sérstakur októberfest-bjór og var hann seldur í útsölum ÁTVR allan október. Bjórhátíðir voru ekki aðeins bundnar við höfuð- borgarsvæðið heldur voru þær um tíma haldnar víðar um land. Fyrirhuguð bjórhátíð á Akureyri 8. til 16. október 1993 var kynnt þannig í fréttatilkynningu: Bjórhátíðin á Akureyri verður sett að þýskum sið í miðbæAkureyrar í dag kl. 17 þegar október­ bjórnum verður ekið í kerru sem dregin er af hestum. Hornaflokkur Akureyrar leikur undir stjórn Roars Kvams og sungnir verða léttir þýskir slagarar með aðstoð Aðalsteins Bergdals leikara og söngvara. Gestum verður gefið að smakka Prezels, þýskt brauð sem vinsælt er með öli. – – – Byrjað verður á veitingastaðnum Við Pollinn kl. 22, hálftíma síðar verður bjórtunna opnuð í Blómahúsinu, þá verður haldið á Café Karólínu og síðan í Sjallann kl. 22.30. 966 Morgunblaðið greinir frá því 5. október 1993 að íslenska bjórhátiðin sé að hefjast. 263

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==