Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Víking-Brugg fitjaði upp á annarri nýjung sem var af allt öðrum toga með því að setja á markað dósir með prentuðum ábendingum: „Víking Brugg vill benda á að áfengisneysla barnshafandi kvenna getur valdið fósturskaða og að neysla áfengis og stjórnum ökutækja eða annarra tækja fara ekki saman.“ Tveir þingmenn Alþýðuflokksins fluttu frumvarp til laga um að umbúðir undir áfengi yrðu merktar viðvörun líkt og lögbundið er í Bandaríkjunum. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu en Víking-Brugg tók þá ákvörð- un að verða á undan Alþingi að samþykkja slíkar merkingar. 967 Áætlað hlutfall áfengis sem var selt á veitingastöð- um hækkaði úr 11% í 21% frá 1980 til 1986. Þetta hlutfall var orðið 24% árið 1997 og hefur að mestu haldist óbreytt síðan. 968 Sterkir drykkir blandaðir með gosi voru helstu drykkirnir á skemmtistöðunum og vínneysla var lítil nema þegar fólk fór út að borða. Sumir veitingastaðir seldu heldur ekki vín í glösum, svo að þeir sem ekki vildu kaupa heila vínflösku völdu þá frekar einn einfaldan eða tvöfaldan asna. Bjórinn varð strax vinsæll á veitingastöðunum. Nokkrar bjórkrár hafa fest sig í sessi en algengt er að veitinga- hús séu í raun samblanda kaffihúss, bars og nætur- klúbbs. Bjórinn slær í gegn Segja má að brennivínsþjóðin hafi breyst í bjórþjóð á einni nóttu. Árið 1988 seldi ÁTVR sterkt áfengi sem svaraði 3,5 lítrum af hreinum vínanda og létt vín sem svarað einum lítra af vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri. Á milli áranna 1988 og 1989 minnkaði sala á léttum vínum í 0,8 lítra og sala á sterku áfengi dróst saman í 2,8 lítra og hafði ekki verið jafn lítil síðan 1969. Árið 1989 samsvaraði sala á bjór, sem þá hafði verið í sölu í 10 mánuði, samtals 1,9 lítrum af hreinum vínanda. Heildarsala á milli áranna 1988 og 1989 jókst því um 23% og hækkaði úr 4,5 lítrum í 5,5 lítra af hreinum vínanda. Slík söluaukning á áfengi var einsdæmi. Árið 1988 var hlutfall þess áfengis sem ÁTVR seldi í formi sterks áfengis (reiknað í hreinum vín- anda) 77% og léttra vína 23%. Árið 1989 hafði hlutfall sterks áfengis lækkað í 52%, léttvíns í 14% og hlut- fall bjórs var 34%. Á næstu árum hélt hlutfall sterku drykkjanna áfram að lækka og árið 2007 var það 20%, léttvíns 27% en hlutfall bjórs var komið í 53%. Á árunum 1988 til 1993 var efnahagslægð í landinu og frá 1987 til 1993 minnkaði kaupmáttur um 25%. Bjórinn kom því á tímum efnahagslegra erfiðleika og þegar nýjabrumið var farið af honum minnkaði salan næstu ár. Þrátt fyrir minnkandi kaupmátt varð áfeng- issalan samt aldrei jafn lítil og hún hafði verið áður en bjórinn var lögleiddur. Um leið og kaupmáttur jókst aftur, fór áfengissala vaxandi og var komin í 7,5 lítra af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri árið 2007. Spáin um að bjór myndi leiða til mikillar aukn- ingar á heildarneyslu áfengis gekk því eftir. Á fyrstu árunum eftir að bjórsala var leyfð dró úr sölu bjórs í Fríhöfninni, en bjór var ekki seldur þar fyrstu þrjá mánuði ársins 1990. 969 Erfitt er að meta hversu mikil áhrifin af löglegri bjórsölu voru á smygl og heimabruggaðan bjór sem eitthvað var um. Heimabruggið minnkaði trúlega og smyglið líka, en í október 1989 fann Tollgæslan þó vodka í olíutanki og bjór sem falinn var í undirstöðum löndunarkrana um borð í flutningaskipinu Hauki, sem var að koma frá Belgíu. 970 Á næstu árum komu upp fjölmörg smyglmál og mikið var um brugg og landagerð á árunum frá 1992 til 1995. Árið 1992 lokaði lögreglan 36 „bruggverksmiðjum“ á landinu og frá september 1994 og fram í maí 1995 upprætti hún 26 „bruggverk- smiðjur“ á svæðinu frá Selfossi til Suðurnesja. 971 Trú- legt er að minnkandi kaupmáttur hafi haft þau áhrif að eftirspurn jókst eftir ódýrara áfengi en bjórnum sem seldur var í verslunum ÁTVR. Bandaríski félagsfræðingurinn Joseph Gusfield hefur fjallað um hvernig neysla áfengis markar skil á milli frítíma og vinnu. 972 Í löndum þar sem hvorki vín né bjór er drukkið á vinnutíma verður einn bjór eftir vinnu ekki bara hressing heldur líka tákn um að frítíminn sé hafinn og vinnudeginum lokið. Í deil- unum um bjórinn óttuðust margir að bjórinn myndi 264
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==