Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
19. „Ríkið“ verður vínbúð Heimild til áfengisútsölu færist til sveitarstjórnar Á níunda áratugnum varð frjálslyndari afstaða til áfengissölu til þess að sífellt fleiri sveitarstjórnir efndu til atkvæðagreiðslu um opnun áfengisútsölu. Á stöðugt fleiri stöðum samþykktu íbúar opnun áfengisverslunar. Þótt samþykki íbúa væri forsenda þess að leyfilegt væri að reka áfengisútsölu í bæjar- félaginu var það á endanum ÁTVR sem tók ákvörðun á rekstrarlegum forsendum um það hvort og hve- nær ný vínbúð væri opnuð. Í sumum bæjarfélögum lá fyrir samþykki um stofnun útsölu löngu áður en ÁTVR taldi það hagkvæmt. Garðabær beið t.d. lengi eftir vínbúð eftir að leyfi fyrir henni hafði verið sam- þykkt. Nýjar áfengisverslanir voru fyrst stofnsettar í stærstu bæjunum en seinna á minni stöðum, ef langt var í næstu vínbúð. Vínbúðum fjölgaði því fyrst og fremst á landsbyggðinni en líka á höfuðborgarsvæð- inu. Byggðin í kringum Reykjavík hafði vaxið og því var eðlilegt að ÁTVR mætti þessari þróun með því að opna vínbúðir í nágrannabæjunum Mosfellsbæ, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Þegar ný áfengislög tóku gildi árið 1998 (nr. 75/1998) féll niður krafan um að almenna atkvæða- greiðslu þyrfti meðal íbúa til að opna áfengisútsölu, þar sem valdið til þess til að leyfa rekstur áfengissölu hafði verið flutt til sveitarstjórnar í viðkomandi sveit- arfélagi. Með þessari breytingu voru héraðsbönnin afnumin og endir bundinn á tímabil hins beina lýð- ræðis í áfengismálum. Starfsemi ÁTVR einkenndist þó ekki bara af meiri umsetningu eftir að bjórinn kom í sölu, heldur voru gerðar umfangsmiklar breytingar á fyrirtækinu. Fjölgun útsölustaða Eftir að Alþingi ákvað að afnema bjórbannið frá og með 1. mars 1989 og selja bjór í verslunum ÁTVR, varð starfssemi ÁTVR umfangsmeiri. Bjórinn var fyrirferðamikill og óþægilegt fyrir viðskiptavinina að flytja hann um langan veg. Mikill þrýstingur var því á ÁTVR að opna fleiri útsölur, sérstaklega á lands- byggðinni. Frá 1980 til 1990 voru opnaðar 10 nýjar útsölur, nær allar utan höfuðborgarsvæðisins. Á árunum 1994 og 1995 voru engar nýjar verslanir opn- aðar. Fjármálaráðherra hafði þá sett fram hugmyndir um einkavæðingu ÁTVR og því taldi ÁTVR ekki eðli- Fjöldi vínbúða skipt eftir landsvæðum Ár Rek. Seltj. Mos. Kóp. Ga. Hfj. R.nes Vest. Vestf. Norð. Aust. Suð. Vestm. Alls 1922 1 1 1 2 1 1 7 1980 3 1 1 2 1 1 9 1990 5 1 1 1 2 1 3 2 2 1 19 2000 5 1 1 1 1 2 5 2 7 6 3 1 35 2005 6 1 1 2 1 1 2 6 3 7 8 7 1 46 2010 8 1 1 2 1 1 2 6 3 7 8 9 1 50 274
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==