Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
sölu á kældum vörum hefði verið hætt en áfram yrði bjór seldur í stykkjatali í vínbúðinni. 1006 Í reynd var enginn bjórkælir í þessari vínbúð frekar en öðrum, heldur var þar ísskápur starfsfólks sem var af þessu tilefni fluttur niður í kjallara. Vínbúðir á landsbyggðinni Í helstu kaupstöðunum, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum, hafa verið reknar áfengisútsölur allt frá stofnun ÁVR. Seinna bættust við útsölur á Akranesi, Egilsstöðum, Sauðárkróki og í Keflavík. Samkvæmt áfengislögunum nr. 82/1969 var ríkisstjórninni aðeins heimilt að stofnsetja útsölustaði áfengis í kaupstöðum að undangenginni atkvæða- greiðslu kosningarbærra manna í viðkomandi bæjar- félagi. Skylt var að láta fara fram atkvæðagreiðslu ef þriðjungur kjósenda eða meiri hluti bæjarstjórnar krafðist þess. Atkvæðagreiðslur um nýjar áfengisút- sölur voru ávallt haldnar í tengslum við Alþingis- eða sveitarstjórnakosningar eða samhliða forsetakosn- ingum. Meirihluta greiddra atkvæða þurfti til þess að heimilt væri að opna útsölu. Á sama hátt mátti leggja útsölu niður, ef það var samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða. Ef ekki fékkst meirihluti fyrir því að leyfa útsölu féll málið niður, og ekki var heimilt að efna til nýrrar atkvæðagreiðslu fyrr en að tveimur árum liðnum. Áfengisútsölur voru fáar allt fram á Sigfús Þráinsson á Húsavík við viskísafn sitt. Hluti af því var sýndur þegar ÁTVR opnaði áfengisútsölu á Húsavík eins og DV greinir frá 10. júlí 1991. 278
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==