Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
níunda áratuginn og póstsala þjónaði lengstum fólki sem bjó langt frá vínbúðunum. Í nýjum áfengislögum nr. 75/1998 var ákvæðið um almenna atkvæðagreiðslu sem skilyrði fyrir opnun áfengisútsölu afnumið en í staðinn sett ákvæði um að ÁTVR skyldi sækja um leyfi til rekstrar áfengisútsölu til sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi. Ekki munu dæmi um að slíkri leyfisumsókn hafi verið hafnað. Opnun áfengissölu var að jafnaði mikið deilumál og úrslit atkvæðagreiðslna tvísýn. Á Húsavík var t.d. kosið fjórum sinnum um opnun áfengisútsölu, en tillagan var alltaf felld með miklum meirihluta, þar til hún fékkst loks samþykkt árið 1990. Þegar áfengisútsala opnaði á Húsavík var sýning á hluta úr safni Sigfúsar Þráinssonar á Húsavík, sem var talið stærsta safn viskí-tegunda á Íslandi, alls um 240 flöskur. Í fréttinni var tekið fram að þær væru óopnaðar. Samhliða sveitarstjórnarkosningunum vorið 1990 fór fram skoðanakönnun um opnun áfengisútsölu í Mosfellsbæ. Spurning var orðuð þannig: „Ert þú sam- þykk(ur) opnun áfengisútsölu í Mosfellsbæ?“ Já sögðu 62%, nei sögðu 33%, auðir seðlar og ógildir voru 5%. Í Alþingiskosningunum 1991 var kosið um að heimila opnun áfengisútsölu í nokkrum kaupstöðum. Til- lagan var samþykkt á Eskifirði þar sem 50,5% voru fylgjandi henni en 45,4% voru andvígir. 1007 Í Stykkis- hólmi voru 56,6% með og 40,2% á móti. Hins vegar var tillaga um áfengisverslun á Ólafsfirði felld en þar Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR og Helga Emilsdóttir verslunarstjóri við opnun áfengisversl- unar í Grindavík, eins og Morgunblaðið skýrir frá 30. nóvember 1999. 279
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==