Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

voru 42,8% fylgjandi henni en 53,7% greiddu atkvæði gegn tillögunni. Í Alþingiskosningunum 1996 var enn kosið um áfengisútsölur og voru þær samþykktar á Dalvík, í Vesturbyggð, Grindavík og Hveragerði. Á síðast- nefnda staðnum greiddu alls 857 atkvæði, eða 75,6% atkvæðabærra manna. Já sögðu 63,9%, nei sögðu 34,4% og auðir seðlar voru 1,5%. 1008 Nú voru við- horfin til áfengis tekin að breytast og meirihluti landsmanna hlynntur því að fjölga útsölum. Margar bæjarstjórnir voru líka að komast á þá skoðun að opnun áfengisútsölu myndi styðja við aðra verslun og þjónustu í byggðarlaginu. Þetta átti t.d. við um Mos- fellsbæ þar sem nálægð við stórmarkaði í Reykjavík var talin draga úr verslun í heimabyggð. Í bréfi til ÁTVR frá Jóni Árnasyni, sem rak bóka- og ritfanga- verslun í Mosfellsbæ, um fyrirhugaða undirskrifta- söfnun til stuðnings áfengisútsölu í Mosfellsbæ segir: „Mosfellsbær á undir högg að sækja hvað varðar verslun. Talið er að 40% íbúa hér annist innkaup sín í Reykjavík. … Þar sem undirrituðum er kunnugt um, að tilkoma áfengisútsölu í ýmsum byggðarlögum úti á landsbyggðinni og jafnvel í nágrenni Reykjavíkur, hefur stuðlað að verulega aukinni verslun í viðkom- andi byggðarlögum, þá er ráðist í áðurnefnda undir- skriftasöfnun til að kanna hver hugur bæjarbúa er í þessu máli …“ Bæjarstjóri Mosfellsbæjar tekur undir þessi sjónarmið í bréfi til ÁTVR. „Um leið og ég kem framangreindri samþykkt bæjarstjórnar á framfæri við yður vil ég jafnframt benda á að það er almenn skoðun hér að opnun áfengisútsölu muni styðja verulega við bakið á þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á verslun og þjónustu hér í byggðarlaginu. Vegna nálægðar við stórmarkaði Reykjavíkur er við ramman reip að etja í þeim efnum, enda fer gjarnan svo að þegar farin er ferð til kaupa á áfengi í verslun ykkar í Kringlunni eða annars staðar, þá fylgja önnur inn- kaup í kjölfarið“. 1009 Þórshöfn var fyrsta sveitarfélagið sem fékk leyfi til þess að opna útsölu eftir að fallið var frá skilyrði um að aðeins mætti opna áfengisverslun í sveitarfélögum með a.m.k. 1000 íbúa. Í forsetakosningunum 1996 höfðu um 80% íbúanna greitt atkvæði með áfengisút- sölu svo að samþykki heimamanna lá fyrir og árið 1999 var opnuð vínbúð á Þórshöfn. Þótt samþykki meirihluta íbúa fyrir áfengisút- sölum lægi fyrir í einstökum bæjarfélögum var ekki þar með sagt að þær væru stofnsettar jafnóðum. Íbúar Kópavogs samþykktu þegar árið 1986 að óska eftir áfengisútsölu, en hún var ekki opnuð þar fyrr en 10 árum seinna, þar sem ÁTVR lagði meiri áherslu á að opna útsölur í sveitarfélögum sem voru lengst frá öðrum útsölum og þar sem samgöngur voru erfiðari. Hreppsnefndarmenn á Patreksfirði óskuðu eftir því að ÁTVR opnaði sölubúð og birgðastöð á Pat- reksfirði. Þeir voru á einu máli um að ÁTVR ætti að kappkosta að jafna stöðu viðskiptavina sinna eftir fremsta megni, bæði með því að fjölga útsölustöðum um landið og greiða flutningskostnað á móttökustað þar sem ekki væri unnt eða hagkvæmt að hafa sölu- og eða birgðastöðvar. 1010 Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR tók undir þessi sjónarmið en taldi að starfsemi ÁTVR væru settar takmarkanir með lögum. Hann skrifar í minnisblaði til fjármálaráðuneytisins: „Ég tel rétt að viðra þá hugmynd að fleira skuli koma til álita en íbúafjöldi þegar takmarka á vald sveitarfélags til að hafa áhrif á staðsetningu vínbúða. Bendi ég á, að íbúar Hólmavíkur þurfa nú að fara 231 km til að komast í vínbúð á Ísafirði og 237 km vilji þeir versla á Akranesi. Vopnfirðingar eiga 205 km leið að fara til Seyðisfjarðar en 238 km leið til Akureyrar. Íbúar Patreksfjarðar eru í 190 km fjarlægð frá Ísafirði og 286 km leið er til Akraness. Til allra þessara staða er mikið um póstsendingar frá ÁTVR. Þá má benda á, að Þórshöfn og Bakkafjörður eru innan skikkanlegrar fjarlægðar frá Vopnafirði og Bíldudalur og Sveinseyri í nágrenni Patreksfjarðar“. 1011 Vaxandi þrýstingur var nú frá íbúum víða um land um að ÁTVR opnaði áfengisútsölur á sem flestum stöðum. Viðhorfin mótuðust ekki bara af því að þá yrði styttra að fara til að kaupa áfengi heldur líka af því að áfengisútsölu fylgdu ýmsir kostir fyrir bæjar- félögin, eins og Jón Árnason bóksali í Mosfellsbæ hafði bent á. Í Borgarnesi voru heimamenn áhuga- 280

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==