Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

samir um opnun áfengisútsölu sem væri staðsett neðst í bænum. Þannig myndi öll önnur verslun í bænum njóta umferðar heimamanna og ferðafólks. 1012 Þegar vínbúðin opnaði var á veggjum hennar sýning á málverkum Einars Ingimundarsonar frá Borgarnesi. Með þessum hætti var útsalan tengd við menningu í heimabyggð. 1013 Staðsetning vínbúðanna gat skipt miklu máli og einstakar verslanir nutu góðs af nágrenni við áfeng- isútsöluna. Ekki var alltaf sátt um staðarval og þótt ÁTVR leitaðist við að raska ekki samkeppnisstöðu fyrirtækja, stóð valið í Kópavogi á milli þess að setja áfengisverslunina niður í verslunarhverfi við Engi- hjalla, Hamraborg eða í Smáranum. Verslunarmenn á þessum stöðum höfðu eindregið óskað eftir því að fá útsölu í þessum verslunarkjörnum. Bæjarstjórn Kópavogs valdi þessi þrjú svæði en valið á milli þeirra var í höndum ÁTVR. Við staðarval skipti aðkoma, aðstaða fyrir vörumóttöku og bílastæði miklu máli. Ríkið átti húsnæði í Fannborg í Kópavogi og þar var búið að teikna áfengisverslun. Vegna mótmæla íbúa og óljósrar afstöðu bæjarstjórnar til málsins var hætt við framkvæmdir. Þess í stað var rekstur áfengissölu í Kópavogi boðinn út og var tekið lægsta tilboði sem var frá Listakaupum á Dalvegi 2. Áfengisverslunin á Dalveginum tók til starfa árið 1997 og árið 2001 var svo opnuð vínbúð í Smáralindinni. Þar sem langt var á milli áfengisútsala hafði það mikil áhrif á sölu þegar ný vínbúð var opnuð í næsta byggðarlagi. Þegar opnuð var vínbúð í Neskaupstað dróst áfengissala á Seyðisfirði saman um 35%. Gamla útsalan á Seyðisfirði var ein sú elsta á landinu og var til húsa í gömlu timburhúsi sem eldhætta stafaði af. Aðkoma að versluninni var þröng og gengið út úr henni nánast beint út á götu, svo að staðsetningin var óheppileg út frá umferðar- og öryggissjónarmiðum. Birgir Þórðarson, verslunar- stjóri ÁTVR í Borgarnesi þegar áfengisverslun opnaði þar. Heimamenn vildu að hún væri neðst í bænum svo að önnur verslun nyti góðs af og drægi til sín ferðamenn, eins og greint er frá í Morgunblaðinu 16. október 1993. 281

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==