Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Fremur en að halda áfram úti áfengisverslun á Seyð- isfirði taldi ÁTVR að tímabært væri að loka henni en opna þess í stað vínbúð á Egilsstöðum sem voru að byggjast upp og verða að miðstöð fyrir samgöngur og ferðamennsku. Þessi áform ÁTVR ollu miklu upp- námi hjá bæjarstjórn Seyðisfjarðar. 1014 Áfengisútsala hafði verið trygging Seyðfirðinga fyrir snjómokstri og að auki hafði bærinn umtalsverðar tekjur af ferðalöngum. Þar sem þetta var byggðapólitískt mál ákvað ÁTVR að starfrækja áfram útibú á Seyðisfirði og gerði samstarfssamning um smáverslun við fyrir- tækið G.B. Bjartsýn sem rak söluskála á öðrum stað í bænum. Margir sáu eftir gömlu útsölunni sem var í timburhúsi sem erfingjar T.L. Imsland á Seyðisfirði höfðu byggt 1918. Í henni voru óvenjulegar og gamlar innréttingar sem voru upphaflega fengnar úr Verslun Konráðs Hjálmarssonar á Mjóafirði. 1015 Vegna þess hve húsið var orðið lélegt vildu ÁTVR og fjármála- ráðuneytið láta taka innréttingarnar niður og komu þeim í trygga geymslu í desember 2007. Heimamenn vildu ekki að innréttingarnar færu úr bænum og viðræður voru hafnar á milli fjármálaráðuneytisins, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Minjaverndar um framtíð innréttinganna og hússins. Ekki fannst lausn á mál- inu og innréttingarnar voru því áfram í vörslu ÁTVR á Seyðisfirði. Þegar ÁTVR hafði opnað vínbúðir í öllum stærstu bæjum landsins var næsta verkefni að bæta þjónustu við íbúa í fámennari byggðum. Á smærri stöðum var enginn rekstrargrundvöllur fyrir áfengisverslun nema Innréttingar í gömlu áfengisversluninni á Seyðis- firði. Þær höfðu verið þar frá 1918 en komu upp- haflega úr Verslun Konráðs Hjálmarssonar í Mjóafirði. Gamla áfengisútsalan var til húsa í gömlu timbur- húsi en var lokað árið 2007 vegna eldhættu og slæmrar aðkomu. Innréttingarnar hafa varðveislugildi og eru í umsjá ÁTVR þar sem þeim hefur ekki verið fundinn varanlegur staður. 282
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==