Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

með takmörkuðu vöruúrvali og stuttum afgreiðslu- tíma. Ekki var því lengur stefnt að því að opna nýjar áfengisútsölur með fullkomnu þjónustustigi heldur var þróað nýtt form, svokallaðar samstarfsverslanir. Smáverslanir/samstarfsverslanir Til þess að koma til móts við auknar kröfur um jafnan aðgang að áfengi ákvað ÁTVR að koma á fót smá- verslunum eða svokölluðum samstarfsverslunum á landsbyggðinni. 1016 Þessi leið var farin þar sem stjórn- endur ÁTVR mátu það svo að ekki væri fjárhagslegur grundvöllur til þess að reka vínbúðir á fámennum stöðum nema með samstarfsaðila sem hefði jafn- framt tekjur af annarri starfssemi. Frumkvæðið að nýrri vínbúð gat komið frá ÁTVR eða sveitarstjórn en samkvæmt lögum tekur fjármálaráðherra ákvörðun um opnun vínbúða. Þegar ákvörðun fjármálaráðherra lá fyrir, auglýsti ÁTVR eftir leiguhúsnæði sem var samtengt öðrum atvinnurekstri og átti samleið með rekstri vínbúðar hvað snerti hreinlæti og umhverfi. Í fyrstu var ekki samið við matvöruverslanir um sam- starfsverslanir til að raska ekki samkeppnisaðstöðu í greininni. Þegar samstarfsaðili hafði verið valinn var gerður við hann leigusamningur og sérstakur sam- starfssamningur um rekstur vínbúðarinnar. ÁTVR réð verslunarstjóra í samráði við samstarfsaðila og var verslunarstjóri í hlutastarfi hjá báðum aðilum. Versl- unarstjóri fór í starfsþjálfun í annarri vínbúð ÁTVR. Samningar við samstarfsaðila voru á föstu verði og greiðslur jukust því ekki í takt við aukna sölu. Sam- starfsaðili hafði því ekki hag af því að auka sölu á áfengi til að auka tekjur sínar. Afgreiðslutími smáverslananna fer eftir aðstæðum á hverjum stað. Minnstu verslanirnar eru aðeins opnar einn til tvo klukkutíma á dag en afgreiðslutími stærri búðanna er lengri. Vöruúrval fer eftir vöruvals- reglum ÁTVR og í verslununum eru seldar 100 til 200 Fyrsta smáverslunin með áfengi í Ólafsvík. Hún opn- aði árið 1987 og var rekin í samstarfi við Verslunina Þóru sem var fataverslun og seldi barnaföt. Mörgum fannst óviðeigandi að selja áfengi og barnaföt í sömu versluninni. 283

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==