Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
tegundir af áfengi. Allar sömu starfsreglur gilda um samstarfsverslanir og hefðbundnar vínbúðir. Fyrsta smáverslunin var opnuð í Ólafsvík 2. nóvember 1987 í samstarfi við Verslunina Þóru sem var fataverslun og seldi barnaföt. Mörgum fannst þetta óviðeigandi og töldu að áfengi og barnavörur ættu enga samleið, en þar sem auðvelt var að loka vín- deild ÁTVR af, auk þess sem álagstími í fataverslun er annar en í vínbúð, var þetta talið hagkvæmur kostur fyrir ÁTVR. ÁTVR hefur skipulega unnið að því að fjölga vínbúðum sínum með því að gera fleiri samstarfs- samninga og árið 2006 voru samstarfsverslanirnar alls 26. Samstarfsaðilarnir ráku fjölbreytta starfsemi meðfram áfengissölunni. Í Búðardal og á Fáskrúðs- firði var áfengissalan rekin við hlið hárgreiðslustofa og á Blönduósi, Dalvík og Húsavík voru samstarfs- aðilarnir með fatahreinsanir. 1017 Þegar verið var að leita að samstarfsaðila á Blönduósi urðu deilur um réttmæti þess að útiloka matvöruverslanir sem samstarfsaðila. Meðal þeirra sem gerðu tilboð um samstarf voru tveir aðilar sem ráku matvöruverslanir. Þessir tveir aðilar voru því útilokaðir og annar þeirra, Kaupfélag Húnvetninga, kærði málið til Umboðsmanns Alþingis. Bent var á að til hefði staðið að vínbúðin yrði í byggingarvörudeild Kaupfélagsins. Þá var einnig vísað til þess að vínbúðin í Borgarnesi var rekin í tengslum við matvöruverslun. Umboðsmaður Alþingis, Gaukur Jörundsson, taldi að kvörtunin skyldi fyrst borin undir stjórnvöld sam- keppnismála og ef Kaupfélagið teldi sig enn órétti beitt mætti vísa málinu til Umboðsmanns. 1018 Kaup- félagið sætti sig við þessa niðurstöðu og gerði ekkert frekar í málinu. Í bæjarstjórn Hveragerðis urðu deilur um veitingu starfsleyfis vínbúðar. 1019 ÁTVR hafði sótt um leyfi til reksturs vínbúðar í bensínstöð Esso að Breiðumörk 1 en bæjarstjórnin taldi betra að vínbúðin yrði í nýrri verslunarmiðstöð við Sunnumörk. ÁTVR fékk þó starfsleyfi fyrir samstarfsverslun í húsnæði Esso. Með smáverslununum fór ÁTVR inn á nýja braut með því að færa verslun með áfengi nær annarri verslun og þjónustu. Bent var á að þessu fyrirkomu- lagi mætti líkja við það að einkaaðilum væri falin sala áfengis og með því væri verið að ryðja brautina fyrir afnám einkasölu ríkisins. Þessi skoðun kom fram í greinargerðum með frumvörpum til laga um breyt- ingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks sem flutt var af þingmönnunum Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birgi Ármanns- syni og fleirum 2005–2006 og endurflutt af Sigurði Kára Kristjánssyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni og Birgi Ármannssyni á þinginu 2007–1008. Í greinargerðinni segir m.a.: „á nokkrum stöðum á landinu sjá einka aðilar um sölu á áfengum drykkjum fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins með sérstöku samkomulagi við fyrirtækið. Ekki verður annað séð en að þetta fyrir- komulag hafi gefist vel. Þetta leiðir hugann að þeirri spurningu hvers vegna ríkið eigi yfirleitt að standa í rekstri slíkra verslana“. 1020 Í raun var rekstur samstarfsverslananna alfarið í höndum ÁTVR og einkaaðilar komu ekki að rekstr- Vefverslun ÁTVR hófst árið 2000 og var eðlilegt fram- hald verslunar með áfengi gegn póstkröfu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tekur á móti fyrstu sending- unni, eins og Morgunblaðið skýrir frá 2. september 2000. 284
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==