Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

inum nema sem leigusalar húsnæðisins. Þetta sölu- kerfi byggðist eingöngu á hagkvæmni en ekki á hagn- aðarsjónarmiðum, sem er í samræmi við opinbera áfengisstefnu. Póstsala, fjarkaup og vefverslun Áfengissala gegn póstkröfu var viðamikill hluti starf- semi ÁTVR á meðan fáar áfengisútsölur voru á lands- byggðinni. Fyrirkomulagið var þannig að viðskipta- vinurinn pantaði áfengi hjá næstu áfengisútsölu sem síðan sendi vörurnar til þess pósthúss sem var næst heimili kaupandans. Þeir sem keyptu áfengi í póst- kröfu þurftu að greiða flutningskostnað og borguðu því meira fyrir áfengið en þeir sem gátu verslað beint í áfengisútsölunum. Sérpöntunarþjónusta ÁTVR hófst fimmtudaginn 1. febrúar 1996 þegar svokölluð sérlistaverslun var opnuð í Heiðrúnu við Stuðlaháls. Markmiðið með þessari þjónustu var að auka vöruval og koma til móts við viðskiptavini sem vildu prófa nýjar tegundir, kaupa tegund sem þeir höfðu ef til vill bragðað erlendis eða áfengistegund í hærri verð- flokkum en voru í almennri sölu. ÁTVR tók árið 1999 upp svokölluð fjarkaup sem fólu í sér að fólk á landsbyggðinni gat pantað áfengi símleiðis úr áfengisversluninni Heiðrúnu og greitt fyrir með greiðslukorti. ÁTVR tók á sig flutnings- og umbúðakostnað og sendi vöruna í pósthús viðkom- andi viðskiptavinar, og var miðað við pósthús þeirra kauptúna þar sem a.m.k. 25 km voru í næstu vínbúð. Með þessu móti var reynt að koma til móts við þá sem bjuggu á stöðum þar sem ekki voru forsendur fyrir því að opna áfengisverslun. Að mati ÁTVR var netverslun með áfengi beint framhald verslunar gegn póstkröfu. 1021 Vefur ÁTVR fyrir almenna notendur opnaði 11. febrúar 2000. Á sama tíma voru opnaðir tveir aðrir vefir, annar fyrir starfsfólk og hinn fyrir birgja. Verðskrá ÁTVR var á notendavefnum en ÁTVR opnaði síðan vínbúð á vefnum 1. september árið 2000. 1022 Með þessu nýja fyrirkomulagi gat kaupandinn valið vörur úr kjarna- flokki og flokkinum reynsluvín, sem netverslunin Vínbúðin í Borgartúni í Reykjavík var opnuð árið 2008. Gott húsrými, góð yfirsýn og vel mótaður heildarsvipur einkennir nýju vínbúðirnar. 285

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==