Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

17. Bjórinn kemur Allt frá því að banni á sterku áfengi var aflétt árið 1935 voru þær skoðanir uppi að leyfa ætti sölu á bjór eins og öðru áfengi. Í nágrannalöndunum fór bjór- drykkja vaxandi á kostnað sterku drykkjanna og erlendir straumar höfðu sífellt meiri áhrif á daglegt líf. Margir Íslendingar höfðu farið til náms eða starf- að erlendis og kynnst bjórdrykkju. Þá var íslenskur almenningur farinn að ferðast og kynnast siðum og venjum annarra þjóða. Sífellt fleiri fóru því að líta á bjór sem varning sem ætti að vera til sölu í nútíma- legu neyslusamfélaginu. Bjórdrykkja varð tákn nýrra tíma en brennivínið tilheyrði gamla tímanum. Svo virðist sem um 1980 hafi orðið viðsnúningur í afstöðu almennings til bjórsins og stöðugt fleiri urðu hlynntir lögleiðingu bjórsins. Í skoðanakönnun Hagvangs sem gerð var árið 1983 reyndust 64% svarenda fylgjandi sölu áfengs öls hjá ÁTVR. 932 Höfuðborgarbúar og aðrir íbúar í þéttbýli voru hlynntir bjórsölunni en afstaða dreifbýlisbúa skiptist jafnt með og á móti. Hærra hlutfall karla en kvenna studdi bjórsölu og mikill meirihluti yngra fólks var fylgjandi því að selja áfengt öl en eldri kynslóðin var því andsnúin. Afstaðan til bjórsins endurspeglaði því kynslóðabilið í áfengismálum. Þótt sala á bjór hefði ekki verið leidd í lög var til bjór í landinu. Farmenn, sjómenn og flugáhafnir höfðu lengi haft leyfi til að flytja inn bjór í takmörk- uðu magni til eigin nota og með nýju reglugerðinni frá því í janúar 1980 fóru ferðamenn að flytja bjór inn í landið. Sala á áfengi í Fríhöfninni til ferðamanna, bjór sem farmenn, sjómenn og flugáhafnir fluttu inn í landið og sala á efni til brugggerðar, gerði að verkum að þeir sem höfðu nægan áhuga gátu með nokkurri fyrirhöfn útvegað sér bjór. Þessir möguleikar grófu undan áfengislögunum og sérstaklega sú staðreynd að bjórinn var orðinn munaðarvara fyrir útvalda eins og þá sem ferðuðust mikið og starfsfólk í flugi og á sjó. Slíkt var óþolandi þar sem þegnunum var mis- munað en margar þjóðir hafa kynnst því að áfengis- stefnan getur orðið spurning um félagslegt jafnræði og réttindi einstaklingsins. 933 Margsinnis höfðu verið lögð fram frumvörp á Alþingi um bjórsölu en ekkert þeirra hafði verið samþykkt. Aðdragandann að því frumvarpi sem að lokum var samþykkt má rekja aftur til vorsins 1984. 934 Þá lögðu fjórir þingmenn fram þingsályktunartillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði höfð um lögleið- ingu bjórsins. Þingmennirnir voru þau Magnús H. Magnússon, Alþýðuflokki, Friðrik Sophusson, Sjálf- stæðisflokki, Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi, og Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna. Þingsályktunartillagan var aldrei afgreidd en skömmu síðar var lagt fram frumvarp til laga um að lögleiða áfengt öl, sem líka dagaði uppi. Mörg frumvörp um lögleiðingu komu fram á næstu árum. Rök flutnings- manna frumvarpanna fyrir bjórsölu voru að hún myndi draga úr neyslu sterkra drykkja og bjórinn myndi breyta drykkjusiðum þjóðarinnar til batnaðar. Ennfremur var markmiðið að afla ríkissjóði tekna og efla þann hluta íslensks iðnaðar sem framleiddi öl og gosdrykki. Afstaða til bjórsins fór ekki eftir flokks- línum, því að stuðning við lögleiðingu bjórsins var að finna í öllum flokkum. Þingmenn voru líka sundraðir í afstöðu sinni til þjóðaratkvæðagreiðslu um bjórinn, sem varð til þess að frumvörpin komust ekki í gegn- um þingið. Þann 28. október 1988 lögðu fjórir þingmenn enn 250

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==