Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
sendi honum síðan í næsta pósthús. Íslandspóstur afhenti vöruna að jafnaði 1–3 dögum eftir að pöntun var gerð. Netversluninni var fyrst og fremst ætlað að auðvelda þeim er búa í strjálbýli aðgang að því vöruvali sem finna mátti í stærstu verslunum fyrir- tækisins. Áfengisverslanir eru arkitektúr Elstu áfengisverslanirnar voru mjög einfaldar að allri gerð. Lögð var áhersla á traustar hillur og endingargóð afgreiðsluborð. Eins og áður sagði markaði vínbúðin í Kringlunni tímamót hvað varðaði innréttingar. Þar var meira lagt í innréttingar en viðskiptavinir áttu að venjast. Nýjar vínbúðir sem opnaðar voru á næstu árum voru innréttaðar í svipuðum stíl. Verslanirnar voru líka betur búnar tækjum en áður og sjálfsaf- greiðslu komið á þar sem því varð við komið. Stefnan varð sú að starfsstöðvar ÁTVR væru ekki óásjálegri en almennt tíðkaðist hjá verslunarfyrirtækum, jafn- vel ætti ÁTVR að vera skrefinu á undan þar sem það selur vöru sína dýrt. Í blaði um húsagerðarlist sem kom út 1992 skrif- aði Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR: „Leggja þarf áherslu á góða nýtingu húsrýmis og óhindraða rás vöru frá móttöku og til þess er viðskiptavinur ber hana burt með sér. Starfsmenn þurfa að hafa yfirsýn yfir flest það sem fram fer innan verslunarinnar. Meginmarkmið er að verslunin, veggir hennar og loft, afgreiðsluborð og hillur hlaðnar vörum myndi heildarsvip. Kaupandanum má gjarnan finnast að í svona verslun hljóti að vera góðar vörur. Með þetta í huga er eðlilegt að val og uppsetning listaverka, sem prýða verslanir, sé í samráði við hönnuð.“ 1023 Þrír hönnuðir mótuðu flestar verslanirnar, arki- tektarnir Karl Rocksén og Pálmar Kristmundsson, og Finnur Fróðason innanhúsarkitekt. Pálmar Krist- mundsson fékk sérstakt hrós fyrir góða hönnun versl- ananna í finnska ritinu Arkkitehti árið 1992. Í ritinu var sérstaklega fjallað um verslanirnar í Mjódd og á Seltjarnarnesi og voru þær taldar með því besta í inn- lendri byggingarlist. 1024 Báðar þessar verslanir voru þó síðar fluttar í annað húsnæði vegna þess hve erfitt var að koma vörum til þeirra. Á næstu árum hélt ÁTVR áfram að endurnýja verslanir sínar og koma upp stöðluðum innrétt- ingum. Árið 2000 var tekin ákvörðun um að breyta ímynd vínbúða ÁTVR. Nýtt merki var tekið í notkun, vínbúðir fengu nýjan lit, nýjar innréttingar voru settar upp og starfsfólk fékk nýjan vinnufatnað. Kringlan og ýmsar stærri vínbúðirnar hafa haldið fáguðu yfir- bragði en minnstu samstarfsverslanirnar voru all- miklu einfaldari. Vínbúðirnar eru andlit ÁTVR í hugum viðskipta- vinanna. Segja má að á síðustu tuttugu árum hafi strangur andlitssvipur ÁTVR vikið fyrir vingjarnlegra viðmóti. „Ríkið“ tók stakkaskiptum þegar farið var að koma upp vínbúðum í verslunarkjörnum, leggja áherslu á sérhannaðar innréttingar og hafa jafnvel listaverk til sýnis í verslununum ásamt sjálfsafgreiðslu og þjónustu vínráðgjafa. Viðskiptavinurinn horfði ekki lengur á flöskurnar í nokkurra metra fjarlægð uppi í hillum eða í lokuðum glerskápum heldur gat hann lesið á miðana og handfjatlað þær sjálfur. Staðgreiðsla eða kort Samkvæmt áfengislögunum nr. 82/1969 var aðeins heimilt að selja áfengi gegn staðgreiðslu. Hugsunin að baki þessu ákvæði var að koma í veg fyrir að einstak- lingar, og þá sérstaklega fjölskyldufeður, skuldsettu sig vegna áfengiskaupa og stofnuðu fjárhagsöryggi fjölskyldunnar í hættu. Fríhöfnin í Keflavík seldi þó áfengi gegn greiðslu með greiðslukortum þegar þau voru tekin í notkun og við það voru ekki gerðar athugasemdir. Verslunarstjórar ÁTVR báru ábyrgð á rekstri áfengisútsalanna og að hluta voru laun þeirra greidd eftir afkomu verslunarinnar. Þeir höfðu því persónu- legan hag af því að greiðslur fyrir selt áfengi bærust örugglega. Þegar ávísanir urðu almennur greiðslu- máti var það í fyrstu á valdi verslunarstjóranna að ákveða hvort tekið væri við ávísunum og hversu háar þær mættu vera. Bankarnir báru enga ábyrgð á ávís- 286
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==