Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

unum og ef ekki var innistæða fyrir upphæðinni varð ÁTVR að bera tjónið. Mikið var um falsaðar ávísanir og þurfti starfsfólk ÁTVR sérstaklega að vera á varð- bergi gagnvart fölsuðum tékkum. Vegna þessa tóku verslunarstjórar ÁTVR sig saman og hættu um tíma að taka við ávísunum. Í framhaldi af því voru í janúar 1993 settar reglur um að ÁTVR tæki við tékkum sem greiðslu ef banki eða sparisjóður ábyrgðist innlausn hans. Viðskipta- vinur þurfti að framvísa bankakorti ef ekki var mynd af greiðanda á tékkanum. Í fyrstu var hámark upp- hæðar 10.000 kr. 1025 Samvinnunefnd banka og spari- sjóða og Kaupmannasamtök Íslands settu reglur um tékkaviðskipti og fór ÁTVR eftir þeim reglum. Ekkert bannaði ÁTVR að taka við debetkortum þar sem þau jafngilda staðgreiðslu og frá og með 1994 var það gert. Kosturinn við kortin var sá að afgreiðsla á annatímum varð hraðari og skilvirkari. Með nýjum áfengislögum nr. 75/ 1998 var krafa um staðgreiðslu afnumin og 1. júlí 1998 fór ÁTVR að taka við kredit- kortum. ÁTVR varð fyrst norrænu áfengiseinkasalanna til þess að taka upp kreditkort. Finnska áfengiseinka- salan Alko tók þau upp árið 1999 og sú sænska, Sys- tembolaget, gerði það tveimur árum seinna árið 2001. Þegar Vinmonopolet, norska áfengiseinkasalan, hóf sölu á áfengi í netverslun var hægt að greiða með kreditkorti en í norsku útsölunum hefur ekki verið hægt að greiða með kreditkortum. Afgreiðslutíminn lengist Afgreiðslutími áfengisútsala var lengi vel bundinn í lögum. Þar sagði að útsölurnar skyldu vera lok- aðar á helgidögum þjóðkirkjunnar og frá hádegi á laugardögum og aðfangadögum stórhátíða, og einnig þá daga sem kosningar til Alþingis og sveitarstjórna fara fram. Sömuleiðis skyldu þær vera lokaðar helstu frídaga eins og sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og frídag verslunarmanna, fyrsta mánudag í ágúst. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra fyrirskipaði lokun allra vínbúða föstudaginn fyrir hvítasunnu árið Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Áfengisútsölunni var lokað á hádegi á föstu- deginum fyrir þjóðhátíð eins og öðrum fyrirtækjum í Eyjum. Þetta gilti allt til 2007. 287

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==