Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

1982 til að koma í veg fyrir unglingadrykkju, sem hafði verið vandamál á hvítasunnuhátíðum árin á undan. Lokunin fékk misgóðar undirtektir. 1026 Þegar bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti leyfi ÁTVR til reksturs vínbúðar að Strandvegi 50 var það með því skilyrði að versluninni yrði lokað á hádegi á föstudeginum þegar þjóðhátíð Vestmannaeyja hefst. Þjóðhátíðarnefnd var mjög fylgjandi þessu fyrir- komulagi. Útsölu ÁTVR var því alltaf lokað frá hádegi á föstudegi fyrir þjóðhátíð eins og öðrum fyrirtækjum í bænum. Svo kom að því árið 1994 að sýslumaður taldi ekki þörf á þessu lengur og voru rökin þau að aðkomumenn byggjust við að verslunin væri opin og vildu gera sín kaup í Vestmannaeyjum. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR brást við þessu í bréfi til sýslumannsins á eftirfarandi hátt: Svo lengi sem elstu menn muna hefur bor- ist bréf frá sýslumanninum í Vestmanna- eyjum (lögreglustjóra) nokkrum dögum fyrir þjóðhátíð Vestmannaeyinga með fyrirmælum um lokun verslunar ÁTVR þann föstudag, sem hátíðin hefst. Vísað hefur verið til heimildar í 2. mgr. 14. gr. áfengislaga. Sýslumaðurinn hefur nú tjáð ÁTVR að hann sjái ekki ástæðu til að beita ákvæðum þessum þar sem lítil ástæða sé til að ætla að rekstur þennan dag raski almannafriði. Sýslumaðurinn bendir á að ástæða sé til að ætla að aðkomumenn ætli að verslun ÁTVR sé opin og leiti þorsta sínum svala hjá keppinautum ÁTVR komi þeir að lokuðum dyrum. Allri annarri þjónustu ríkis- ins sé og haldið uppi þennan dag, þótt nær öll einkafyrirtæki loki. ÁTVR tekur undir sjónarmið sýslumanns og telur hvorki lög né kjarasamninga því til fyrirstöðu að vínbúð sé opin. ÁTVR telur þó ástæðu að kynna ráðu- neytinu fyrirhugaða breytingu þar sem búast má við mikilli óánægju starfsmanna ÁTVR með þessa breytingu. ÞÍ. ÁTVR 2001 BE/26 nr. 29. Þrátt fyrir tillögu sýslumanns og afstöðu stjórn- enda ÁTVR var vínbúðin í Vestmannaeyjum áfram lokuð föstudaginn fyrir þjóðhátíð. Þessu fyrirkomu- lagi var ekki breytt fyrr en sumarið 2007. Allt fram undir árið 1970 voru áfengisútsölur opnar á laugardögum. Á árunum frá 1960–1970 hættu margar verslanir að hafa opið á laugardögum, aðallega vegna þrýstings frá starfsfólki sem vildi fá frí á laugardögum eins og aðrir. Í kjölfarið voru settar reglur sem takmörkuðu afgreiðslutíma verslana. Síðan breyttist viðhorfið og stórmarkaðir og versl- anir í verslunarmiðstöðvum fóru að hafa opið lengur á daginn og um helgar. Ferðir í verslunarmiðstöðvar urðu líka afþreying þar sem verslun og veitingar voru í boði. Árið 1995 breytti dómsmálaráðherra reglugerð um afgreiðslutíma ÁTVR á þann veg að heimilt var að hafa verslanir ÁTVR opnar á laugardögum, en þó ekki lengur en til kl. 12. Í fyrstu voru þrjár vínbúðir opnar á laugardögum, vínbúðirnar í Austurstræti, Heiðrún á Lynghálsi og vínbúðin á Akureyri. 1027 Út frá rekstrarsjónarmiðum var ekki talið hagkvæmt að hafa opið á laugardagsmorgnum, en ÁTVR taldi hins vegar eðlilegt að laga sig að afgreiðslutíma annarra verslana. Með nýjum áfengislögum nr. 75/1998 varð heim- ild til að hafa verslanir ÁTVR opnar jafn lengi og aðrar verslanir í sömu verslunarmiðstöð. Síðan hefur afgreiðslutíminn í öllum vínbúðunum verið að lengj- ast en er breytilegur frá einni vínbúð til annarrar. Í árslok 2008 var á höfuðborgarsvæðinu hægt að kaupa áfengi frá klukkan níu á morgnana til átta á kvöldin alla virka daga og frá klukkan ellefu til sex á laugar- dögum. Þá var afgreiðslutími fyrir stórhátíðir lengdur og árið 2008 var t.d. opið til klukkan eitt á gamlárs- dag. Afgreiðslutími smáverslananna var þó alls staðar styttri. Breytingar á afgreiðslutíma áfengisverslana endur- spegla glöggt þær breytingar á áfengispólitík sem urðu á síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar. Lengd afgreiðslutímans var talið svo mikilvægt tæki til að takmarka aðgengi að áfengi að reglur um afgreiðslu- tíma var lengst af að finna í áfengislögum. Með því 288

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==