Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

að breyta áfengislögunum um afgreiðslutímann opn- aðist tækifæri fyrir ÁTVR til að laga afgreiðslutíma verslana sinna að afgreiðslutíma annarra verslana. Með þessu var ÁTVR bæði að færa sig nær viðskipta- háttum annarrar verslunar og auðvelda aðgengi að áfengi. Þjónustuhlutverkið hafði því tekið við af eftir- litshlutverkinu. Upplýsingagjöf án auglýsinga Áfengisauglýsingar hafa verið bannaðar á Íslandi síðan 1928 (lög nr. 64/1928) Hins vegar hefur ÁTVR alltaf þurft að veita upplýsingar um hvaða áfengis- tegundir væru til sölu hverju sinni og hvað þær kost- uðu. Markmiðið hefur verið að veita upplýsingar um vöruna en ekki að auka söluna. Að þessu leyti starfar ÁTVR ólíkt flestum öðrum fyrirtækjum. Takmark- aðar upplýsingar um þá áfengu drykki sem ÁTVR hafði til sölu var lengi vel að finna í verðskrám sem gefnar voru út í hvert sinn sem verð á áfengi breyttist, sem var æði oft á verðbólguárunum. Með lögum nr. 98/1998 var fyrst kveðið á um að Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins tryggði að þjónusta við viðskiptavini væri vönduð, sem og upplýsingar sem gefnar væru viðskiptavinum um þá vöru sem væri á boðstólum. Í eldri verðskrám voru upplýsingar um einstakar áfengistegundir afar takmarkaðar. Til þess að koma til móts við vaxandi áhuga á hinum ýmsu vínteg- undum gaf ÁTVR út Vínkverið árið 1989. Ritið var sambærilegt við Varunytt , sem Systembolaget í Sví- þjóð gaf út, og Varenytt , hliðstætt rit Vinmonopolet í Noregi. Ritið var myndskreytt og þar var að finna fróðleik um meginflokka bjórs, léttra vína og sterks áfengis. Gerð var grein fyrir uppruna, framleiðslu og helstu einkennum. Þá var í kverinu kort af helstu vín- svæðum Evrópu og árgangstafla. Framleiðendur og birgjar voru hins vegar ekki kynntir. Vínkverið var til sölu í öllum verslunum ÁTVR og var selt á 100 kr. Á næstu árum voru gefin út lítil kver, sem voru litlu stærri en nafnspjöld, og höfðu yfirskriftir eins og Val á vínum með mat. Þitt eintak og Hátíðarvín. Rautt og hvítt með veisluréttum . Vínkverið var gefið út af ÁTVR árið 1989. Ritinu var ætlað að koma til móts við óskir viðskiptavina um fróðleik um uppruna, fram­ leiðslu og helstu einkenni þeirra áfengistegunda sem voru í sölu. DV 23.12.1989. Leiðbeiningarbæklingar frá ÁTVR um val á vínum með mat. Með þeim var brugðist við vaxandi áhuga við- skiptavina á matargerð og viðeigandi víni. 289

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==