Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

umbúðir gáfu sig eða flöskur brotnuðu var það dregið af launum verslunarstjóra. Það var þó ekki gert ef inn- sigli á stút flösku var óskert. Ávísanir sem ekki inn- heimtust voru á ábyrgð verslunarstjóra og þess vegna neituðu þeir að taka við ávísunum. ÁTVR greiddi verslunarstjórunum 2‰ af söluverði þess áfengis sem selt var í versluninni sem þóknun fyrir ábyrgð. Þegar bjórinn var tekinn til sölu var ljóst að minni hætta var á rýrnun við bjórsölu í sex eininga kippum en við sölu einstakra flaskna. Gamla fyrirkomulagið hefði þýtt verulegar launahækkanir verslunarstjóranna og þá hefði myndast bil á milli launa þeirra og annarra starfsmanna og þess vegna voru þessar áhættuþókn- anir lagðar af. 1030 Á níunda áratugnum fóru mörg OECD-ríki að breyta fyrirkomulagi stjórnsýslu sinnar og tóku upp aðferðir sem höfðu verið notaðar í einkageir- anum eins og afnám miðstýringar, einkavæðingu og beitingu markaðslausna. Áhrif frá þessari stefnu bárust inn í íslenska stjórnsýslu og eftir að hafa verið í mótun um nokkurra ára skeið hóf ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1995–1999 að innleiða nýjungar í þessum anda og var stefnan kölluð „nýskipan í ríkisrekstri“. Markmiðið var að greiða fyrir mark- vissri fjármálstjórn, innleiða þjónustusamninga og aukin útboð í ríkisrekstri. Ennfremur var stefnt að því að jafna réttarstöðu ríkisstarfsmanna og starfs- manna á almennum vinnumarkaði. 1031 Til að festa þessa stefnu í sessi voru sett ný lög um ríkisstofn- anir eins og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, stjórnsýslulög nr. 37/1993, upp- lýsingalög nr. 50/1996 og lög um fjárreiður ríkisins Skipurit ÁTVR 1991 1030 292

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==